Rödd Morgan Freeman í leiðsögukerfi Google Finnur Thorlacius skrifar 24. febrúar 2016 09:05 Morgan Freeman. Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það. Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent
Ein frægasta rödd samtímans er vafalaust silkimjúk rödd leikarans Morgan Freeman. Nú geta ökumenn notið hennar í leiðsögukerfi frá Google og fengið leikarann góðkunna sem einskonar heimilisvin. Morgan Freeman er ekki fyrsti leikarinn sem Google fær til að tala inná leiðsögukerfi sitt og hefur til að mynda Arnold Schwarzenegger gert það líka, eins furðulegt og það líklega hljómar. Google greiðir Morgan Freeman ekki himinháar upphæðir fyrir rödd hans heldur gerir hann þetta til kynningar á nýrri kvikmynd sem hann leikur í, London has Fallen, en hún verður frumsýnd 4. mars. Þessi mynd er framhald af myndinni Olympus has Fallen frá árinu 2013 og í þeim báðum leikur Morgan Freeman varaforseta Bandaríkjanna. Í leiðsögukerfi Google ávarpar Morgan Freeman ökumenn líkt og þeir væri forseti Bandaríkjanna og vafalaust mun ökumönnum ekki leiðast það.
Mest lesið Skyndileg krafa upp á milljónir króna eins og lélegt grín Innlent Hér eru „þessar elskur“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Brenna líkin á nóttunni Innlent Svona var fundur ráðherra og ríkislögreglustjóra um landamærin Innlent Húsfélag sektaði íbúa um 10 þúsund vegna of lélegra sameignarþrifa Innlent Allar landamærastöðvar efldar og þeim mögulega fækkað Innlent Óvissustig á Hellisheiði, í Þrengslum og á Mosfellsheiði Innlent Rjúfa tólf vikna múrinn við rannsókn í Neskaupstað Innlent Skorar á fólk að dvelja heilan dag á kaffistofu Samhjálpar Innlent