Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 11:15 Birkir eða Bjarnason? vísir/vilhelm „Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira
„Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Króatíski herinn lék íslenska þjóðsönginn til heiðurs Degi Handbolti Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Enski boltinn Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Fótbolti Gagnrýndu HSÍ: „Höfum ekki efni á að koma svona fram við okkar besta fólk“ Handbolti Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Fótbolti Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Enski boltinn Newcastle lét draum Víkings rætast Enski boltinn Jimmy Butler endaði hjá Golden State Körfubolti Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Enski boltinn Dagskráin: Nær Tottenham að slá út Liverpool? Sport Fleiri fréttir Newcastle lét draum Víkings rætast U21-strákarnir í riðli með Frökkum Farinn að sakna landsliðsins eftir nokkurra ára fjarveru Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Atvinnumaður í fótbolta bæði í alvörunni og í tölvunni Ferðast fimm hundruð kílómetra á dag fyrir kærustuna Tvítugur strákur kom Real Madrid til bjargar Gömlu Chelsea mennirnir skutu AC Milan áfram í bikarnum Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Duttu út úr bikarnum á sigurmarki í uppbótatíma Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Fer í Fram eins og pabbi sinn forðum Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Kristófer endurnýjar kynnin við Óskar Hrafn í KR Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita Sjá meira