Strákarnir eru þekktir á eftirnöfnunum og velja sjálfir að bera þau á bakinu Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 11:15 Birkir eða Bjarnason? vísir/vilhelm „Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira
„Það er að skapast einhver þrýstingur á að þessu verði breytt,“ segir Geir Þorsteinsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, í Reykjavík síðdegis á Bylgjunni um nöfn íslensku landsliðsmannanna í fótbolta sem þeir bera aftan á treyjum sínum. Að bera eftirnöfnin aftan keppnistreyjunum er eitthvað sem strákarnir okkar kusu sjálfir að gera. Síðan KSÍ tók aftur upp á því fyrir fjórum árum síðan að hafa nöfn á búningunum hafa strákarnir okkar borið eftirnöfn sín í stað eiginnafna, en það sama á við um landsliðin í handbolta. Körfuboltalandsliðin nota eiginnöfnin. Þrýstingurinn er vissulega til staðar. Rétt tæplega 1.000 manns skrifuðu undir áskorun á netinu til KSÍ þess efnis að nota eiginnöfnin á Evrópumótinu í Frakklandi og þá hefur íslensk málnefnd blandað sér í málið.Kolbeinn og Aron Einar eða Sigthorsson og Gunnarsson.vísir/vilhelmÞeirra vilji réði þessu Í ályktun málnefndar frá 19. febrúar þessa mánaðar segir Guðrún Kvaran, formaður: „Hér hefur ríkt sú hefð í mörg hundruð ár að menn beri eiginnafn en séu svo kenndir við föður sinn, og núna í seinni tíð oftar við mæður sínar,“ og bætir við: „Þessum sið viljum við halda og teljum að það grafi undan íslenskri málvenju ef farið er að nota föðurnöfn hér í auknum mæli. Auk þess teljum við að þetta brjóti í bága við lög um íslenska tungu frá 2011, þar sem meðal annars segir að íslenska sé opinbert mál Íslands á alþjóðavettvangi.“ „Þegar við byrjuðum á þessu fyrir fjórum árum var það eindregin ósk leikmanna að notuð væru föðurnöfnin. Þeir eru þekktir undir þessum nöfnun erlendis og þeir líta á landsliðið sem sinn glugga til að ná lengra í knattspyrnunni,“ segir Geir Þorsteinsson. „Þeirra vilji réði þessu. Auðvitað hefðum við kosið eiginnöfnin. Við höfum ekkert rætt þetta sérstaklega en það hefur verið eindregin ósk leikmanna að nota föðurnöfnin eða sömu nöfn og þeira leika með erlendis.“ „Við setjum ekki neina pressu á leikmennina en persónulega myndi mér finnast gaman að vera með eftirnöfnin. En þetta er þeirra ósk og hefur verið frá upphafi. Við þurfum bara að sjá hvort leikmennirnir sjálfir skipti um skoðun,“ segir Geir Þorsteinsson. Allt viðtalið má heyra í spilaranum hér að neðan
EM 2016 í Frakklandi Mest lesið Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Fótbolti Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Enski boltinn Elsta konan til klára Járnkarlinn Sport Markvörður Inter banaði háöldruðum manni í hjólastól Sport Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Fótbolti Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Enski boltinn Birnir frá Akureyri í Garðabæ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Kaupir sér tveggja milljarða króna hús Alexander Máni með fimm mörk í tveimur leikjum og Ísland áfram Birnir frá Akureyri í Garðabæ Klobbaði íslensku strákana og fór á flug á netmiðlum Hættir með Fram Landsliðskonur aðstoðuðu ökumenn í vanda Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Segir að Slot verði að taka tvo leikmenn út úr Liverpool-liðinu Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ „Alltaf gaman að fá nýjar raddir inn“ Gleðifréttir fyrir Argentínumenn: Messi vill spila á HM Stöðufundur í Laugardal klukkan 10:30 Enska úrvalsdeildin í jólaköttinn Nýi íþróttastjóri Kjartans stal mörgæs og endaði í fangelsi í Singapúr Tyrkneska sambandið segir dómara hafa veðjað á þúsundir leikja Brendan Rodgers sagði starfinu sínu lausu eftir ásakanir Segir sitt fyrrum lið í krísu Fylltu í eyðurnar: Vanmetnasti leikmaður deildarinnar? Fyrirliði Real Madríd þarf að fara í aðgerð á hné Einkaviðtal við Carrick: „Hálfgerð tískubylgja sem einkennir fótboltann í dag“ Markaóður Stefán Ingi eftirsóttur Öllu búin skildi snjóspáin raungerast „Eitthvað sem við erum óvanar eftir Þjóðadeildina“ Heimir kynntur til leiks í Árbænum Danir heiðra Michael Laudrup De Bruyne verður lengi frá Túfa rekinn frá Val Fyrrum markmannsþjálfari Liverpool látinn Juventus rak þjálfarann eftir aðeins sjö mánuði „Mikilvægt fyrir hópinn að fá þessa sigurtilfinningu“ Sjá meira