Cech: Við fengum ekki á okkur fimm mörk þannig við eigum enn þá séns Tómas Þór Þórðarson skrifar 24. febrúar 2016 17:45 Petr Cech gefst ekki upp. vísir/getty Arsenal er svo gott sem fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 tap gegn Evrópumeisturum Barcelona á heimavelli sínum í Lundúnum í gær. Lionel Messi skoraði bæði mörkin fyrir Barcelona í seinni hálfleik, en Arsenal fékk svo sannarlega sín færi til að komast yfir í leiknum. Skytturnar þurfa að vinna þriggja marka sigur á Nývangi til að komast áfram sem þykir ólíklegt, en Börsungar hafa ekki tapað leik, hvorki heima né úti, síðan í byrjun október á síðasta ári. Þetta yrði sjötta árið í röð sem Arsenal fellur úr leik í 16 liða úrslitunum en það komst síðast í átta liða úrslitin 2010 og í undanúrslitin árið áður. Þrátt fyrir erfiða stöðu gefur Petr Cech, markvörður Arsenal, ekkert eftir í baráttunni þrátt fyrir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, segir Börsunga 95 prósent örugga áfram. „Við erum enn á lífi,“ segir Cech í viðtali á heimasíðu Arsenal. „Það er ekki eins og við fengum á okkur fimm mörk. Seinna markið gerði möguleika okkar minni en þetta er ekki búið enn þá.“ „Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri leiknum og bætum okkur fyrir framan markið eigum við séns á að búa til dramatík úr þessu“ „Þegar maður er að spila gegn einu líklegasta liðinu til að vinna keppnina verður maður að nýta þau færi sem maður fær. Það er sárt að tapa en það er engin skömm að tapa gegn einum besta fótboltamanni sögunnar,“ segir Petr Cech. Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fullkomið hjá spænsku liðunum í Evrópukeppnunum Barcelona er í frábærum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tveggja marka sigur í fyrri leiknum á heimavelli Arsenal í gær. Barca er aftur á móti langt frá því að vera eina spænska liðið sem er á leið áfram í Evrópukeppninni. 24. febrúar 2016 10:15 Sjöþrautarkona grýtti fjarstýringu sinni í sjónvarpið Kelly Sotherton er eldheitur stuðningskona Arsenal og átti erfitt með sig í kvöld. 23. febrúar 2016 22:27 Messi sá um Arsenal | Sjáðu mörkin Barcelona komið langleiðina í 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Arsenal í London. 23. febrúar 2016 21:30 Wenger: Barnalegt hjá okkur Arsene Wenger segir að Barcelona sé frábært lið en það megi ekki gefa því mörk. 23. febrúar 2016 22:11 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Arsenal er svo gott sem fallið úr keppni í 16 liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir 2-0 tap gegn Evrópumeisturum Barcelona á heimavelli sínum í Lundúnum í gær. Lionel Messi skoraði bæði mörkin fyrir Barcelona í seinni hálfleik, en Arsenal fékk svo sannarlega sín færi til að komast yfir í leiknum. Skytturnar þurfa að vinna þriggja marka sigur á Nývangi til að komast áfram sem þykir ólíklegt, en Börsungar hafa ekki tapað leik, hvorki heima né úti, síðan í byrjun október á síðasta ári. Þetta yrði sjötta árið í röð sem Arsenal fellur úr leik í 16 liða úrslitunum en það komst síðast í átta liða úrslitin 2010 og í undanúrslitin árið áður. Þrátt fyrir erfiða stöðu gefur Petr Cech, markvörður Arsenal, ekkert eftir í baráttunni þrátt fyrir að Arsene Wenger, knattspyrnustjóri liðsins, segir Börsunga 95 prósent örugga áfram. „Við erum enn á lífi,“ segir Cech í viðtali á heimasíðu Arsenal. „Það er ekki eins og við fengum á okkur fimm mörk. Seinna markið gerði möguleika okkar minni en þetta er ekki búið enn þá.“ „Ef við spilum eins og við gerðum í fyrri leiknum og bætum okkur fyrir framan markið eigum við séns á að búa til dramatík úr þessu“ „Þegar maður er að spila gegn einu líklegasta liðinu til að vinna keppnina verður maður að nýta þau færi sem maður fær. Það er sárt að tapa en það er engin skömm að tapa gegn einum besta fótboltamanni sögunnar,“ segir Petr Cech.
Meistaradeild Evrópu Tengdar fréttir Fullkomið hjá spænsku liðunum í Evrópukeppnunum Barcelona er í frábærum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tveggja marka sigur í fyrri leiknum á heimavelli Arsenal í gær. Barca er aftur á móti langt frá því að vera eina spænska liðið sem er á leið áfram í Evrópukeppninni. 24. febrúar 2016 10:15 Sjöþrautarkona grýtti fjarstýringu sinni í sjónvarpið Kelly Sotherton er eldheitur stuðningskona Arsenal og átti erfitt með sig í kvöld. 23. febrúar 2016 22:27 Messi sá um Arsenal | Sjáðu mörkin Barcelona komið langleiðina í 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Arsenal í London. 23. febrúar 2016 21:30 Wenger: Barnalegt hjá okkur Arsene Wenger segir að Barcelona sé frábært lið en það megi ekki gefa því mörk. 23. febrúar 2016 22:11 Mest lesið Átján ára skíðakona lést á æfingu Sport Ósáttur Ólafur á förum Íslenski boltinn Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Íslenski boltinn Kidd kominn í eigendahóp Everton Enski boltinn „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Álftanesi og alvöru knattspyrna á Englandi Sport „Magnús Öder hefði fengið þrjú rauð fyrir sömu brot“ Handbolti „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ Íslenski boltinn Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Fótbolti „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Mörkin úr Bestu deildinni: Vítið sem felldi Víkinga og markaveisla Eyjamanna Frestað vegna andláts sjúkraþjálfarans Kidd kominn í eigendahóp Everton „Beindu þeim inn á miðju og átu þær þar“ „Menn voru að spila af gleði og þá gerast góðir hlutir“ Ósáttur Ólafur á förum Kostulegt viðtal bræðranna eftir sigurinn Uppgjörið: Afturelding - Víkingur 1-0 | Fyrsti sigur Mosfellinga kominn í hús Hlynur Freyr tryggði Brommapojkarna stig Kolbeinn vildi rautt á Arnór Ingva í dramatískum sigri Stuðningsmenn Vestra úti í horni vegna kröfu um aðskilnað Uppgjörið: ÍBV - Fram 3-1 | Verðskuldaður sigur Eyjamanna Pjakkarnir erlendis þegar KR mætir Blikum „Skil bara ekki að KSÍ leyfi þetta“ Sjáðu hetjumark Höskuldar, kvartettinn í Kaplakrika og öll hin frá því í gær Hættir eftir langan tíma og Orri fær nýjan þjálfara Leicester kveður „geitina“ sem félagið sótti í utandeildina Snýr aftur eftir lungnabólguna Liverpool getur tryggt sér titilinn á sunnudaginn Fór út í dulargervi eftir að Barton byrjaði að bauna á hana Andri Rafn fimmti í þrjú hundruð leikja klúbbinn Uppgjörið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom heimamönnum til bjargar Öruggt hjá Milan og þrennudraumur Inter úr sögunni Real Madrid pressar á Barcelona en Orri og félagar í vandræðum „Ég fer bara sáttur á koddann“ „Adam Ægir hefði alveg mátt gefa á mig“ Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Uppgjörið: ÍA - Vestri 0-2 | Taplausir Vestramenn sóttu sigur á Skagann „Byrjum ekki leikinn fyrr en eftir 20 mínútur“ Sjá meira
Fullkomið hjá spænsku liðunum í Evrópukeppnunum Barcelona er í frábærum málum í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar eftir tveggja marka sigur í fyrri leiknum á heimavelli Arsenal í gær. Barca er aftur á móti langt frá því að vera eina spænska liðið sem er á leið áfram í Evrópukeppninni. 24. febrúar 2016 10:15
Sjöþrautarkona grýtti fjarstýringu sinni í sjónvarpið Kelly Sotherton er eldheitur stuðningskona Arsenal og átti erfitt með sig í kvöld. 23. febrúar 2016 22:27
Messi sá um Arsenal | Sjáðu mörkin Barcelona komið langleiðina í 8-liða úrslitin í Meistaradeild Evrópu eftir 2-0 sigur á Arsenal í London. 23. febrúar 2016 21:30
Wenger: Barnalegt hjá okkur Arsene Wenger segir að Barcelona sé frábært lið en það megi ekki gefa því mörk. 23. febrúar 2016 22:11