Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru Magnús Hlynur Hreiðarsson og Una Sighvatsdóttir skrifa 24. febrúar 2016 15:51 Sveinn Kristján Rúnarsson í Reynisfjöru. Vísir/Magnús Hlynur Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi er hætt að vakta Reynisfjöru en lögreglumenn höfðu staðið vaktina í fjörunni frá því erlendur ferðamaður lést þar fyrir sléttum tveimur vikum. Að sögn Sveins Kristjáns Rúnarssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi, er verið að koma upp merkingum og girðingum í fjörunni sem á að vara ferðamenn við og stýra umferð þeirra frá hættulegum stöðum. Í framhaldinu á að lagfæra bílastæðin og aðstöðuna frekar við fjöruna en það er langtímaverkefni í höndum staðarhaldara að sögn Sveins Kristjáns. „Þetta hefur bara gengið ljómandi vel allt saman, svona mest megnis, höfum verið í þessu verkefni núna í hálfan mánuði, og mikið af fólki náttúrulega í alls konar erindagjörðum í fjörunni,“ sagði Sveinn Rúnar í fréttum Bylgjunnar fyrr í dag. „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“Og það hefur sýnt sig að fólk er einmitt að því? Og áttar sig ekki á hættunni?„Já, það er alveg greinilegt að fólk hefur ekkert áttað sig á því hvaða hættur eru þarna og leika sér að eldinum.“Um leið var líka verið að meta stöðuna og það er þá eitthvað sem verður unnið úr núna eða hvað?„Í framhaldinu var vinnuhópur sem var að vinna að því að sjá hvaða framtíðarlausnir væri hægt að gera þarna og það er verið í dag og á morgun að setja upp skilti og leiðbeiningar þarna á bílastæðinu til þess að fólk fái frekari upplýsingar um hvað beri að varast og leiða fólk fram hjá skiltunum. Við ætlum að láta reyna á skynsemi fólks.“ Hann segir að meta þurfi einnig hættur af öðrum fjölförnum ferðamannastöðum í umdæmi lögreglunnar á Suðurlandi. „Það er sú vinna sem er farin af stað núna, og það sem ráðherra hefur lagt áherslu á að verði sett í forgang. Þannig að það sé hægt að tryggja öryggi ferðamanna eins og best verður á kosið.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05 Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46 Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30 Mest lesið „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent Stór skjálfti í Bárðarbungu Innlent Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Innlent Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Innlent Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Innlent Fleiri fréttir Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Sjá meira
Ferðamaður fórst í Reynisfjöru Björgunarsveitarmenn, björgunarskip, sjúkralið og þyrla Landhelgisgæslunnar voru kölluð út um klukkan 10.30 vegna alvarlegs slyss 10. febrúar 2016 11:05
Ætluðu að stinga sér til sunds í sjónum við Reynisfjöru Lögreglan á Suðurlandi hefur nú í viku verið með vakt í Reynisfjöru í kjölfar þess að kínverskur ferðamaður lést í fjörunni. 18. febrúar 2016 14:46
Reynisfjara verður ekki lokuð ferðamönnum Yfirlögregluþjónn á Suðurlandi segir ekki koma til greina að loka Reynisfjöru fyrir ferðamönnum en vill að fjaran verði vöktuð allan sólarhringinn. 10. febrúar 2016 19:30