ÍR-ingar þurfa að halda sér í deildinni án bandarísks leikmanns Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 13:12 Jonathan Mitchell er kominn í sumarfrí. Vísir/Anton Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
Hrakfallatímabil Jonathan Mitchell er á enda en bandaríski miðherji ÍR-inga mun ekki taka þátt í fjórum síðustu leikjum ÍR-liðsins í Domino´s deild karla í körfubolta vegna veikinda. Elvar Guðmundsson, formaður körfuknattleiksdeildar ÍR, staðfesti þessar slæmu fréttir í samtali við Karfan.is í dag. Mitchell fékk slæma lungnabólgu á dögunum og var hann þegar búinn að missa úr einn leik sem var á móti Njarðvík í síðustu viku. ÍR-ingar voru nálægt sigri í þeim leik en munu sakna mikið stigahæsta og frákastahæsta leikmanns liðsins. Mitchell var þegar búinn að missa af fjórum deildarleikjum á tímabilinu en fyrr í vetur gat hann ekki spilað með ÍR í fjórum leikjum eftir að hafa fengið blóðtappa í annan fótinn. Jonathan Mitchell er fjórði stigahæsti leikmaður deildarinnar með 26,4 stig í leik og þá er hann áttundi í fráköstum með 11,1 frákast í leik. Það eru líka aðeins tveir leikmenn sem eru með hærra framlag að meðaltali. ÍR hefur aðeins unnið 1 af 4 leikjum sínum án Jonathan Mitchell í vetur og sá sigur kom á móti Stjörnunni 29. október. Hinir fjórir sigrar liðsins hafa komið með Mitchell innanborðs. ÍR mætir Hetti á Egilsstöðum í kvöld en Höttur er sex stigum á eftir ÍR þegar fjórar umferðir og átta stig eru eftir í pottinum. Höttur verður að vinna leikinn í kvöld til að eiga möguleika á því að ná ÍR og halda sér í deildinni. Tap þýðir fall úr deildinni. Hattarliðið hélt sér á lífi með því að vinna FSU í síðustu umferð en liðið hefur spilað mjög vel að undanförnu og var hársbreidd frá því að vinna bæði Tindastól (81-84), Keflavík (66-69) og Snæfell (89-90) en liðið tapaði þessum þremur leikjum með samtals sjö stigum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30 Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30 Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14 Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45 Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Metár hjá David Beckham Fótbolti Rooney gagnrýnir Mo Salah og vill færa hann til á vellinum Enski boltinn Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
ÍR-ingar mæta á Egilsstaði án bandaríska leikmannsins síns Jonathan Mitchell verður ekki með ÍR-liðinu í leiknum mikilvæga á móti Hetti í Domino´s deild karla í körfubolta sem fram fer á Egilsstöðum á fimmtudagskvöldið. 23. febrúar 2016 16:30
Af hverju braut ÍR ekki? Kjartan Atli Kjartansson, Hermann Hauksson og Friðriksson gerðu upp átjándu umferðina í Dominos-deild karla í þættinum Körfuboltakvöldi í gær. 20. febrúar 2016 13:30
Mitchell fékk lungnabólgu | Ekki með í kvöld Bandaríkjamaðurinn Jonathan Mitchell spilar ekki með ÍR gegn Njarðvík í kvöld. 18. febrúar 2016 19:14
Umfjöllun og viðtöl: ÍR - Njarðvík 76-83 | Njarðvík kreisti fram sigur gegn kanalausum ÍR-ingum Njarðvíkingar gerðu nóg í síðari hálfleik til að klára baráttuglaða ÍR-inga í Breiðholtinu í kvöld. 18. febrúar 2016 20:45