Nauðsynlegt að hafa eigin þjálfara Starri Freyr Jónsson skrifar 25. febrúar 2016 15:30 ,,Þjálfun afreksíþróttamann er flókið ferli og laga þarf þjálfun að hverjum og einum og um leið að viðkomandi íþrótt,“ segir Mark Kislich. MYND/VILHELM Mark Kislich hefur um nokkurra ára skeið starfað sem styrktarþjálfari fyrir marga af betri íþróttamönnum landsins auk nokkur félagsliða. Meðal þeirra má nefna Eið Smára Guðjohnsen, Loga Geirsson og knattspyrnukonurnar Hörpu Þorsteinsdóttur, Katrínu Ómarsdóttur og Söndru Sif Magnúsdóttur. Hingað til hefur Mark að mestu leyti þjálfað íslenska fótboltamenn en hann hefur einnig þjálfað leikmenn í handbolta, júdó og fleiri íþróttagreinum. „Ég reyni þó að forðast að vinna með íþróttaliðunum þar sem ég kýs frekar að vinna með einstökum íþróttamönnum. Það þyrfti a.m.k. að vera eitthvað virkilega spennandi til að ég tæki slíkt verkefni að mér. Auk hefðbundinna íþróttamanna þjálfa ég einnig einstaklinga sem eru vel á sig komnir og taka þjálfun sína alvarlega.“Komið víða viðMark hefur komið víða við á löngum ferli sínum, bæði innanlands og erlendis. „Ég hef búið og starfað t.d. í London og í Þýskalandi auk þess að stunda nám í Kanada, Írlandi, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Ég hef t.d. lært undir stjórn Als Vermeil sem er að mínu mati besti styrktarþjálfari heims en hann hefur m.a. þjálfað leikmenn í NFL- og NBA-deildunum bandarísku. Auk hans má nefna dr. Michael Leahy, stofnanda A.R.T. Sports Therapy.“Til að ná góðum árangri þarf að taka æfingarnar alvarlega og hlusta vel á þjálfarann.MYND/VILHELMSkortir hvatningu Þjálfunarferlið hjá Mark er í föstum skorðum. „Fyrst hitti ég viðkomandi einstakling, tek stutt viðtal við hann og tek nokkur próf. Að því loknu hefst fyrsta stigið af þjálfuninni þar sem ég m.a. tek á næringu, fæðubótarefnum og ýmsum meðferðum til að koma í veg fyrir meiðsli eða vinn í endurhæfingu vegna meiðsla. Allt þetta og meira til svo hægt sé að ná hámarks árangri.“ Eftir að hafa þjálfað marga íþróttamenn hér á landi segir Mark það vera augljóst að Íslendingar séu upp til hópa heilsuhraustir, mjög duglegir og byggi á sterkum grunni þegar kemur að þjálfun. „Það má með sanni segja að Íslendingar séu líka afskaplega líkamlega sterkir. Þannig hafa margir íþróttamenn sem ég þjálfa hér á landi forskot miðað við erlenda íþróttamenn, í raun bæði þegar kemur að styrk og vinnusemi. En það sem íslenska íþróttamenn skortir hins vegar, í samanburði við erlenda íþróttamenn, er hvatningin. Erlendis bíða aðrir íþróttamenn í röðum eftir að komast að í liðum en hér á landi er samkeppnin ekki með sama hætti. Atvinnumennskan hér á landi á enn talsvert langt í land, miðað við nágrannalönd ykkar. Enda skortir sjaldan hvatningu hjá atvinnumönnum í íþróttum sem jafnvel þéna hátt í milljarð á ári.“Sparar tíma og peninga Hann ítrekar nauðsyn þess að hafa sinn eigin þjálfara, sé markmiðið að ná hámarks árangri. „Fyrir þá sem ekki eru íþróttamenn skiptir góður þjálfari öllu máli til að stýra viðkomandi í rétta átt og að ná markmiðum sínum með fljótari hætti en ella. Fyrir íþróttamenn skiptir það þó öllu máli að vera með þjálfara. Þjálfun afreksíþróttamanns er flókið ferli og laga þarf þjálfun að hverjum og einum og um leið að viðkomandi íþrótt. Um leið er afar auðvelt að gera einhverjar vitleysur. Þannig er auðvelt að eyða bæði tíma og peningum í vitleysu og það sem verra er, árangurinn gæti versnað og meiðslahættan aukist sem er auðvitað algjör óþarfi.“ Til að ná góðum árangri er mikilvægt að hafa nokkra þætti í huga, segir Mark. „Það er mikilvægt að taka æfingarnar alvarlega, hlusta vel á hvað þjálfarinn vill að þú gerir, bæði í ræktinni og í eldhúsinu. Íþróttamenn eiga að setja sér skýr markmið og vinna jafnt og þétt að þeim.“ Mataræðið skiptir líka miklu máli, að sögn Marks. Sé borðaður hollur matur verði maður heilbrigðari og léttari. „Þar mæli ég með fæði sem inniheldur mikið kolvetni, litla fitu og ég legg mikla áherslu á grænmeti og ávexti.“ Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira
Mark Kislich hefur um nokkurra ára skeið starfað sem styrktarþjálfari fyrir marga af betri íþróttamönnum landsins auk nokkur félagsliða. Meðal þeirra má nefna Eið Smára Guðjohnsen, Loga Geirsson og knattspyrnukonurnar Hörpu Þorsteinsdóttur, Katrínu Ómarsdóttur og Söndru Sif Magnúsdóttur. Hingað til hefur Mark að mestu leyti þjálfað íslenska fótboltamenn en hann hefur einnig þjálfað leikmenn í handbolta, júdó og fleiri íþróttagreinum. „Ég reyni þó að forðast að vinna með íþróttaliðunum þar sem ég kýs frekar að vinna með einstökum íþróttamönnum. Það þyrfti a.m.k. að vera eitthvað virkilega spennandi til að ég tæki slíkt verkefni að mér. Auk hefðbundinna íþróttamanna þjálfa ég einnig einstaklinga sem eru vel á sig komnir og taka þjálfun sína alvarlega.“Komið víða viðMark hefur komið víða við á löngum ferli sínum, bæði innanlands og erlendis. „Ég hef búið og starfað t.d. í London og í Þýskalandi auk þess að stunda nám í Kanada, Írlandi, Bandaríkjunum og á Ítalíu. Ég hef t.d. lært undir stjórn Als Vermeil sem er að mínu mati besti styrktarþjálfari heims en hann hefur m.a. þjálfað leikmenn í NFL- og NBA-deildunum bandarísku. Auk hans má nefna dr. Michael Leahy, stofnanda A.R.T. Sports Therapy.“Til að ná góðum árangri þarf að taka æfingarnar alvarlega og hlusta vel á þjálfarann.MYND/VILHELMSkortir hvatningu Þjálfunarferlið hjá Mark er í föstum skorðum. „Fyrst hitti ég viðkomandi einstakling, tek stutt viðtal við hann og tek nokkur próf. Að því loknu hefst fyrsta stigið af þjálfuninni þar sem ég m.a. tek á næringu, fæðubótarefnum og ýmsum meðferðum til að koma í veg fyrir meiðsli eða vinn í endurhæfingu vegna meiðsla. Allt þetta og meira til svo hægt sé að ná hámarks árangri.“ Eftir að hafa þjálfað marga íþróttamenn hér á landi segir Mark það vera augljóst að Íslendingar séu upp til hópa heilsuhraustir, mjög duglegir og byggi á sterkum grunni þegar kemur að þjálfun. „Það má með sanni segja að Íslendingar séu líka afskaplega líkamlega sterkir. Þannig hafa margir íþróttamenn sem ég þjálfa hér á landi forskot miðað við erlenda íþróttamenn, í raun bæði þegar kemur að styrk og vinnusemi. En það sem íslenska íþróttamenn skortir hins vegar, í samanburði við erlenda íþróttamenn, er hvatningin. Erlendis bíða aðrir íþróttamenn í röðum eftir að komast að í liðum en hér á landi er samkeppnin ekki með sama hætti. Atvinnumennskan hér á landi á enn talsvert langt í land, miðað við nágrannalönd ykkar. Enda skortir sjaldan hvatningu hjá atvinnumönnum í íþróttum sem jafnvel þéna hátt í milljarð á ári.“Sparar tíma og peninga Hann ítrekar nauðsyn þess að hafa sinn eigin þjálfara, sé markmiðið að ná hámarks árangri. „Fyrir þá sem ekki eru íþróttamenn skiptir góður þjálfari öllu máli til að stýra viðkomandi í rétta átt og að ná markmiðum sínum með fljótari hætti en ella. Fyrir íþróttamenn skiptir það þó öllu máli að vera með þjálfara. Þjálfun afreksíþróttamanns er flókið ferli og laga þarf þjálfun að hverjum og einum og um leið að viðkomandi íþrótt. Um leið er afar auðvelt að gera einhverjar vitleysur. Þannig er auðvelt að eyða bæði tíma og peningum í vitleysu og það sem verra er, árangurinn gæti versnað og meiðslahættan aukist sem er auðvitað algjör óþarfi.“ Til að ná góðum árangri er mikilvægt að hafa nokkra þætti í huga, segir Mark. „Það er mikilvægt að taka æfingarnar alvarlega, hlusta vel á hvað þjálfarinn vill að þú gerir, bæði í ræktinni og í eldhúsinu. Íþróttamenn eiga að setja sér skýr markmið og vinna jafnt og þétt að þeim.“ Mataræðið skiptir líka miklu máli, að sögn Marks. Sé borðaður hollur matur verði maður heilbrigðari og léttari. „Þar mæli ég með fæði sem inniheldur mikið kolvetni, litla fitu og ég legg mikla áherslu á grænmeti og ávexti.“
Heilsa Mest lesið „Vinkonusambönd virka aldrei ef það er afbrýðisemi“ Lífið Kári og Erla vilja 330 milljónir fyrir lúxusíbúð við höfnina Lífið Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Bíó og sjónvarp Eiríkur og Guðrún selja eitt fallegasta hús Vesturbæjarins Lífið Linda Ben mætir á skjáinn í fyrsta sinn Lífið Edda Falak gaf bróður sínum nafna Lífið Fólk fer of snemma af stað í næsta samband Lífið Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu Tónlist Stóð ekki á svörum um vandræðalegasta augnablikið Lífið Krasinski er kynþokkafyllstur í ár Lífið Fleiri fréttir „Eins og nýfráskilin kona á fjórða búbbluglasi“ Sjá meira