Fólk í lífshættu í Reynisfjöru skömmu áður en skiltin voru sett upp Gissur Sigurðsson skrifar 26. febrúar 2016 13:00 Verkfræðistofan EFLA hannaði nýtt skilti sem sett var upp síðdegis í gær. Fyrr um daginn voru þrír hætt komnir og í lífshættu að mati leiðsögumanns. Mynd/EFLA Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Lögreglan á Suðurlandi ætlar að rannsaka tildrög þess að sex útlendingar voru hætt komnir í Reynisfjöru í gær, þegar óvænt alda var rétt búin að hrífa þá með sér á haf út. Að sögn Kjartans Þorkelssonar, yfirlögregluþjóns á Suðurlandi í viðtali við fréttastofuna, frétti lögreglan ekki af þessu fyrr en í morgun og var þá þegar ákveðið að rannsaka málið. Aðspurður hvort aftur yrði tekin upp löggæsla í fjörunni, eins og var í hálfan mánuð eftir banaslys, sem varð í fjörunni, sagði hann að sérstök fjárveiting innanríkisráðuneytisins til þessara gæslu sé upp urin þannig að henni hafi verið hætt í fyrradag. Ekki lægi fyrir hvort ástæða þætti til að sækja um viðbótar framlag til lögreglugæslu í fjörunni. Viðvörunarskilti og keðjur, sem eiga að leiðbeina ferðamönnum á sem öruggustan hátt í fjörunni voru sett þar upp síðdegis í gær, nokkru eftir atvikið.Nýtt aðvörunarskilti í Reynisfjöru í gær. Verkfræðistofan EFLA hannaði skiltin.Mynd/Íris GuðnadóttirFyrirsæta hálfnakin með sex manna tökuliðHermann Valsson leiðsögumaður varð vitni að þessu um hálf tvöleytið í gær og tók þátt í að bjarga fólkinu. „Ég sá fólk austast í fjörunni þar sem verið var að taka myndir af fyrirsætu sem var hálfnakin, í stuttbuxum og hlýrabol. Þau voru mjög neðarlega, þarna var engin lögregla því hún var hættt, og alda kom upp.“ Hermann segir ölduna hafa bleytt fólkið upp að hnjám. „Þau frusu þarna skelfingu lostin. Svo kom önnur alda á eftir og fór svipað upp. Ég hljóp niðureftir til þeirra þegar seinni aldan fór út og hjálpaði þeim í logandi hvelli upp. Þau voru alveg frosin þannig að ég þurfti að vera mjög ákveðinn til að koma þeim upp úr fjörunni.“ Hermann segir að þau þrjú sem voru fyrir neðan fyrirsætuna í fjörunni hafi klárlega verið í lífshættu. Það sé engin spurning. Viðvörunar- og leiðbeiningaskilti voru sett upp í fjörunni í gær, aðeins eftir að þetta gerðist, en Hermann segir þau ófullnægjandi og telur ekkert annað duga nema stöðug gæslu á svæðinu.Uppfært klukkan 16:27Fyrirsögn breytt þar sem skilja mátti fyrri fyrirsögn þannig að skiltin hefðu verið komin upp þegar fólkið lenti í háska.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27 Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51 Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38 Mest lesið Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Dansandi ferðamenn á ísjökum í kynningarmyndbandi Inspired by Iceland Í kynningarmyndbandi sem framleitt var í tengslum við markaðsherferðina Inspired by Iceland sjást ferðamenn dansa á ísjökum á lóni sem er ekki svo ósvipað Jökulsárlóni. 19. febrúar 2016 12:27
Lögreglan hætt að vakta Reynisfjöru „Það sem við höfum einna helst verið að skipta okkur af er þegar fólk fer of nálægt fjöruborðinu og ætlar að leika sér í öldunum eða flæðarmálinu.“ 24. febrúar 2016 15:51
Kínverskt tákn fyrir hættu á nýjum skiltum í Reynisfjöru Tveimur nýjum viðvörunarskiltum verður komið upp í Reynisfjöru á morgun, fimmtudag. 24. febrúar 2016 23:38