Stefnt að annarri söngkeppni sem færi fram í Hofi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 26. febrúar 2016 18:49 Ekki eru allir skólar ánægðir með fyrirkomulagið í ár. „Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni. Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
„Við höfum verið í viðræðum í tengslum við nýja keppni en það er ekkert staðfest ennþá. Eins og staðan er núna þá stefna þessir skólar að því að halda sína eigin keppni í Hofi í apríl,“ segir Fjölnir Brynjarsson inspector Menntaskólans á Akureyri í samtali við Vísi. MA er einn sex skóla sem ákveðið hefur að taka ekki þátt í Söngkeppni framhaldsskólanna þetta árið.Fjölnir BrynjarssonHinir skólarnir sem hætt hafa við þátttöku eru Framhaldsskólinn í Austur-Skaftafellssýslu, Menntaskólinn á Tröllaskaga, Verkmenntaskólinn á Akureyri, Verkmenntaskóli Austurlands og Framhaldsskólinn á Laugum. Þessir fimm skólar sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem fram komi að fyrirkomulagið mismuni skólum eftir landfræðilegri legu. Að sögn Fjölnis eru fleiri skólar að íhuga að sniðganga aðalkeppnina í ár. „Það er hins vegar rétt að taka það fram að okkur langar ekki í neina samkeppni við SÍF [Samband íslenskra framhaldsskólanema] eða þeirra keppni. Okkar markmið er að endurvekja stemninguna sem fylgdi Söngkeppninni áður og okkur finnst hafa dalað að undanförnu.“ Fjölnir segir að skólarnir telji ekki rétt að aðeins fulltrúar tólf skóla fái að láta ljós sitt skína á aðalkeppninni. Hagur keppenda eigi að vera í fyrirrúmi og þeir eigi allir að fá tækifæri til að stíga á svið. Að auki felist í nýja fyrirkomulaginu kostnaður fyrir skóla. „Allir skólar þurfa að greiða þátttökugjald og þeir sem komast í sjónvarpið fá eingöngu tuttugu miða. Það fylgir því vesen að fara með svo lítinn hóp á milli landshluta og getur verið kostnaðarsamt fyrir litla skóla.“ Söngkeppni framhaldsskólana fór síðast fram á Akureyri árið 2014 og þá í Hofi. Árin á undan hafði hún farið fram í Höllinni.
Söngkeppni framhaldsskólanna Tengdar fréttir Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Sjá meira
Sex skólar draga sig úr Söngkeppni framhaldsskólanna og skoða það að halda sína eigin keppni Sex framhaldsskólar á landsbyggðinni munu ekki taka þátt í Söngkeppni Framhaldsskólanna vegna óánægju með nýtt fyrirkomulag keppninnar. 26. febrúar 2016 16:13