Máttu ekki rukka í Námaskarði og við Leirhnjúk Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. febrúar 2016 16:30 Gjaldtakan hófst í júní 2014 og stóð yfir í um mánuð. Vísir/Völundur Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Hæstiréttur hefur staðfest dóm Héraðsdóms Reykjavíkur frá því í apríl í fyrra þess efnis að landeigendum í Reykjahlíð var óheimilt að rukka inn gjald við náttúruperlur í Mývatnssveit. Landeigendurnir áfrýjuðu dómnum úr héraði til Hæstaréttar sem kvað upp dóm sinn í dag. Í júní 2014 hófst rukkun ferðamanna fyrir heimsókn í Námaskarð og Leirhnjúk. Kostaði 800 krónur inn á hvorn stað. Til stóð að hefja einnig gjaldtöku við Dettifoss en þeirri ákvörðun var frestað um eitt ár og kom aldrei til hennar. Mótmæli voru hávær meðal aðila í ferðaþjónustu.Ólafur H. Jónsson, formaður Landeigendafélags Reykjahlíðar.vísir/völundurÓlafur H. Jónsson, forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar ehf., sagði í viðtali við Fréttablaðið gjaldtökuna brýna nauðsyn til að geta lagað það land sem ferðamenn hafi eyðilagt. Gjaldtakan lifði í um það bil einn mánuð en þá féllst Sýslumaðurinn á Húsavík á lögbannskröfu hluta félaga í Landeigendafélaginu í Reykjahlíð. Málið fór fyrir héraðsdóm sem kvað sem fyrr segir upp dóm í apríl 2015 þess efnis að gjaldtakan væri ólögleg og lögbannið stæði. Áætlaðar tekjur af gjaldtökunni voru 250 milljónir á tveimur árum eins og sagði í dómnum. Landeigendafélag Reykjahlíðar var dæmt til að greiða þeim fimm landeigendum sem sóttu málið eina milljón króna hverjum í málskostnað fyrir hérað og í Hæstarétti.Dóm Hæstaréttar í heild má lesa hér.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00 Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08 Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54 Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00 Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07 Mest lesið Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Innlent Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Erlent Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Innlent Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolinn bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Sjá meira
Landeigendur tapa tugum milljóna Héraðsdómur Reykjavíkur tekur í byrjun september fyrir beiðni minnihluta landeigenda við Reykjahlíð um að fá staðfestingu á lögbanni sýslumannsins á Húsavík. 16. ágúst 2014 13:00
Lögbann á gjaldtöku við Leirhnjúk og Námaskarð Gjaldtaka hófst á svæðinu þann 18. júní síðastliðinn og voru ferðamenn rukkaðir um 800 krónur (5 evrur) á hvorn stað fyrir sig. 17. júlí 2014 12:08
Segja stöðvun gjaldheimtu vera óskynsamlega og ferðaþjónustunni í óhag Landeigendafélag Reykjahlíðar biðlar til ferðaþjónustufyrirtækja að fara ekki með hópa á hverasvæðin austan Námafjalls og við Leirhjnúk. 21. júlí 2014 17:54
Sveitarstjóri hyggst taka gjald af ferðamönnum á meðan ríkið borgar uppbygginguna Skútustaðahreppur fékk 10 milljóna styrk til að laga göngustíga í landi Reykjahlíðar. Guðrún María Valgeirsdóttir, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, er forsvarsmaður Landeigendafélags Reykjahlíðar. 3. júní 2014 07:00
Gjaldtaka hafin á tveimur svæðum austan Mývatns Átta hundruð krónur kostar til að líta náttúruperlurnar augum. 19. júní 2014 10:07