Vísindamenn finna þyngdarbylgjur: Markar tímamót í stjarnvísindum Birgir Olgeirsson skrifar 11. febrúar 2016 16:28 Sævar Helgi Bragason segir þessa uppgötvun marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheminum. Vísir „Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum: Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira
„Núna er orðið til nýtt svið stjarnvísinda sem heita þyngdarbylgjustjarnvísindi,“ segir Sævar Helgi Bragason, formaður Stjörnuskoðunarfélags Seltjarnarness, um þær fregnir að vísindamenn hafa fundið þyngdarbylgjur. Tilkynnt var um þetta á blaðmannafundi í Bandaríkjunum nú síðdegis. Sævar segir þetta marka tímamót í stjarnvísindum og opna nýjar víddir í rannsóknum á alheiminum. Umfjöllun Stjörnufræðivefsins um þyngdarbylgjur Vísindamennirnir fundu þyngdarbylgjurnar 14. september síðastliðinn þegar þeir skoðuðu allra síðustu andartök samruna tveggja svarthola. „Þetta er mjög mikilvægt próf á almenna afstæðiskenningu Einsteins og enn ein staðfestingin á því að Einstein hafði rétt fyrir sér þegar hann var að lýsa eðli alheimsins í sambandi við það að hann sé með þrjár rúmvíddir, fram og aftur, hægri – vinstri og upp og niður og ein tímavídd af því svartholin hafa áhrif á allt þetta í tímarúminu. Þetta er að segja okkur ýmislegt um það hvernig þetta er að hegða sér,“ segir Sævar Helgi.Sjá svar Vísindavefsins um þyngdarbylgjurBreytingin nemur einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar Vísindamennirnir notuðust við víxlunarnema til þyngdarbylgjumælinga sem staðsettir eru í skoðunarstöðvum í Louisiana og Washington í Bandaríkjunum. Þessir víxlunarnemar innihalda leysigeisla sem vísindamennirnir notuðu til að nema þyngdarbylgjurnar. „Það er mjög erfitt að nema þetta, breytingin nemur kannski einum tíu þúsundasta af þvermáli róteindar sem er minna en venjulegt atóm. Þetta eru eins og gárur nema það eru bæði gárur sem toga tímarúmið í kringum okkur og svo strekkja þær á því þjappa þeim saman í leiðinni. Við finnum fyrir áhrifunum á jörðinni og það er það sem menn eru að mæla í LIGO,“ segir Sævar Helgi en LIGO er skammstöfunin á ensku fyrir heiti stöðvanna sem innihalda þessa víxlunarnema, eða Laser Interferometer Gravitational Wave Observatory.Staðfesting á samruna svarthola Sævar tekur fram að þessi samruni sem vísindamennirnir fylgdust með átti sér stað fyrir 1,3 milljörðum ára. „Þarna eru tvö svarthol sem voru sirka 30 sinnum efnismeiri en sólin. Þetta er líka þá fyrsta staðfestingin á slíkum atburði, við höfum aldrei orðið vör við slíkt áður. Þarna sjáum við að við getum lært miklu meira um svarthol með því að rannsaka þyngdarbylgjur,“ segir Sævar.Sigur fyrir mælitækin Hann segir þetta einnig sigur fyrir þessi mælitæki sem voru búin til sérstaklega í þessum tilgangi. Bæta á við öðru tæki sem hefur fengið heitið VIRGO sem verður staðsett í Evrópu. Með þremur tæki verður hægt að miða nákvæmlega út var þessi atburður átti sér stað. „Þá er hægt að leita eftir eftirgeislun og þeim áhrifum sem þetta hefur á umhverfið sitt,“ segir Sævar Helgi. Hann segir ljóst að vísindamennirnir sem leiddu þessa skoðun fái Nóbelsverðlaunin en um er að ræða risastóran hóp vísindamanna í sextán löndum, þó svo að verkefnið sé að mestum hluta fjármagnað af Bandaríkjamönnum. Hér fyrir neðan er myndband sem mögulega gæti útskýrt málið betur fyrir lesendum:
Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fleiri fréttir Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin að sjá bílastæði planað í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Sjá meira