Ófærð fær lofsamlega dóma í Bretlandi: „Til allrar hamingju, er hún virkilega góð“ Birgir Olgeirsson skrifar 14. febrúar 2016 13:47 Bjarne Henriksen og Ólafur Darri Ólafsson í hlutverkum sínum í Ófærð. Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Tveir fyrstu þættirnir af íslensku sjónvarpsþáttaröðinni Ófærð voru frumsýndir BBC 4 í Bretlandi í gærkvöldi. Nú þegar hafa birst dómar hjá bresku blöðunum Telegraph og The Guardian þar sem þáttaröðinni fær góða dóma.Gagnrýnandi Telegraph, Ceri Radford, gefur fyrstu tveimur þáttunum fjórar stjörnur af fimm og segir um að ræða frábært og spennuþrungið drama. Ceri segist hafa verið svo heilluð af fyrstu fimm mínútum þáttarins að hún gleymdi að hann var textaður og reyndi að hækka í íslenska talinu, sem hún skilur ekkert í. Hún segir Ófærð vera þáttaröð sem tilvalin til að kúra yfir fram að vori. Hún segir lögreglustjórann Andra, leikinn af Ólafi Darra Ólafssyni, alveg eins geta verið frænda risans Hagrid úr Harry Potter-sögunum en gagnrýnandi The Guardian, Euan Ferguson, segir Andra líta út eins og vinalegan björn. Euan tekur fram að Ófærð sé dýrasta sjónvarpsþáttaröð frá upphafi á Íslandi, framleiðslukostnaðurinn nam um milljarði króna, og segir byrjunina lofa afar góðu. Hann segir þá sem standa að þáttaröðinni ná að framkalla stórkostlega innilokunarkennd, enda gerist ófærð í þorpi úti á landi þar sem er algjörlega ófært vegna veðurs, og tekur Euan fram að hann taki glaður þátt í þeirri innilokun.Á vefnum The Killing Times TV segir um Ófærð: „Þetta er Agatha Christie, þetta er Anne Holt og þetta er einnig dýrasta sjónvarpsþáttaröð Íslands. Til allrar hamingju, er hún virkilega góð.“ Í tilkynningu frá fyrirtækinu sem framleiðir Ófærð, RVK Studios, kemur fram að fyrsti þátturinn var sýndur klukkan 9 á BBC 4 í gærkvöldi, sem er sami sýningartími og dönsku þættirnir Glæpurinn, Höllin og Brúin hafa fengið. Enska heiti Ófærðar er Trapped og segir RVK Studios Breta hafa verið duglega við að tísta um þáttinn en umræðuna má sjá hér fyrir neðan:#trapped Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Tveir síðustu þættir Ófærðar sýndir sama kvöldið Hulunni svipt af leyndarmáli 12. febrúar 2016 14:33 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fannar og Jói böðuðu hvor annan Lífið Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Lífið Fleiri fréttir Maðurinn sem vann með Elton John, ABBA og Donnu Summer Fáum við einn þátt í viðbót af Stranger Things? Blaðri því út um allan bæ að hann sé næsti Bond Béla Tarr er látinn Óttast að kvikmyndahús endi eins og djassklúbbar Játaði ást sína á Jenner Marvel-stjarna varð fyrir heilaskaða Enduðu Stranger Things í Þjórsárdal Fyrsta stiklan úr Íslandsstórvirki Nolan mætt á netið Wire-stjarna látin langt fyrir aldur fram Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2025 Framhald af Napóleonsskjölunum í vinnslu Enginn Óskar til Íslands 2026 Bestu myndir Robs Reiner Dick van Dyke á hundrað ára afmæli Pulp Fiction leikarinn Peter Greene látinn Frumsýning á Vísi: „Sýna fólki hver Bubbi er í raun og veru“ Nágrannar kveðja endanlega í dag Lawrence og Hutcherson snúa aftur í Hungurleikana Ósáttur við framhaldið: „Skildu ekki hvað gerði þá fyrstu sérstaka“ „Það er hægt að búa til alvöru hasarmyndir á Íslandi“ Yrsa, Hannes og Björg í eina sæng með Thule Sjá meira
Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi 500 þúsund horfa á þáttinn í hverri viku í Noregi. 9. febrúar 2016 14:46
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48