Snarky Puppy heldur tónleika á Íslandi Gunnar Leó Pálsson skrifar 18. febrúar 2016 08:00 Hljómsveitin Snarky Puppy er skipuð miklum þungavigtarmönnum og vann Grammy-verðlaun á dögunum. mynd/getty Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is. Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira
Ein virtasta og þekktasta djass-fusion-hljómsveit heims, Grammy-verðlaunasveitin Snarky Puppy, er á leiðinni til landsins og heldur tónleika í Eldborgarsal Hörpu þann 10. ágúst næstkomandi. „Ég hef sjaldan séð jafn flotta spilamennsku og tónlistarflutning og hljóðfæraleikarar Snarky Puppy bjóða upp á. Þetta eru menn sem hafa spilað allt, kunna og geta allt og eru líklega með betri hljóðfæraleikurum heims,“ segir Guðbjartur Finnbjörnsson, skipuleggjandi tónleikanna. Grammy-verðlaunahafinn, bassaleikarinn og hljómsveitarstjórinn Michael League stofnaði Snarky Puppy árið 2004. Hann hefur á síðustu árum safnað að sér myndarlegum hópi af ótrúlega hæfileikaríkum tónlistarmönnum á sviði djass- og fusion-tónlistar. Meðlimir Snarky Puppy eru eins og fyrr segir miklir reynsluboltar í bransanum og hafa meðal annars spilað með tónlistarfólki eins og Justin Timberlake, Kirk Franklin, Marcus Miller og Snoop Dogg.Snarky Puppy vann á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar).mynd/getty„Mér finnst þetta alveg meiriháttar, það er alveg frábært að ná þessari tegund tónlistarmanna til landsins. Ég er alltaf vakandi fyrir alls kyns tónlistarfólki og hljómsveitum en aðalástæðan fyrir því að ég fór að skoða þetta af alvöru var sú að ég fór í Facebook-hópinn „Get Snarky Puppy to Iceland! – Fáum skapstyggu hvolpana til landsins!“ og fór að fylgjast með þeim þar og fannst tilvalið að fá sveitina til landsins,“ útskýrir Guðbjartur. Yfir 200 manns eru í umræddum Facebook-hópi sem stofnaður var árið 2014 en þar deila aðdáendur Snarky Puppy ýmsum myndböndum og öðru efni tengdu sveitinni. Hljómsveitin er margverðlaunuð og vann til að mynda á dögunum Grammy-verðlaun fyrir plötuna Sylva í flokknum Best Contemporary Instrumental Album (besta leikna platan í flokki samtímatónlistar). Hún vann einnig Grammy-verðlaun árið 2014 og hefur gefið út tíu breiðskífur en sú ellefta væntanleg í sumar. Inn á plöturnar leika um 40 hljóðfæraleikarar og eru þær að jafnaði teknar upp „live“ með áhorfendur í hljóðverinu. Á tónleikum leika að jafnaði um tíu til fimmtán manns með sveitinni. Hún hefur leikið á yfir 1.200 tónleikum frá því hún var stofnuð. „Ég held að þessir tónleikar séu ekkert sérstaklega fyrir djass- og fusion-unnendur, heldur bara fyrir tónlistarunnendur almennt, sama úr hvaða flokki þeir koma. Þetta eru tónleikar fyrir fólk sem hefur gaman af að sjá frábæra hljóðfæraleikara spila saman.“ Miðasala hefst næstkomandi miðvikudag á harpa.is og tix.is.
Tónlist Mest lesið Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Lífið Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Lífið Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Lífið Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Lífið Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Lífið Upplifa oft von í fyrsta sinn á Vík Lífið samstarf Grillað nachos fyrir partíið og pallinn í góða veðrinu Lífið samstarf Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Lífið Ætlar í pásu frá giggum Lífið Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Lífið Fleiri fréttir Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Uppljóstrar um síðustu skilaboðin sem hann fékk frá Ozzy Góðhjartaður dýrahirðir og tæknigúrú Draumabrúðkaup í sextíu ára gömlum kjól frá ömmu Tugþúsundir vottuðu Ozzy virðingu Kokkarnir á Strikinu með stjörnur í augunum þegar Bon Jovi mætti Síðasta Þjóðhátíðin í bili hjá FM95BLÖ Spámenn bjóða betur en veðurfræðingar Ætlar í pásu frá giggum Forseti Alþingis snæddi kvöldverð með Michael Douglas Sjóðheitt og splunkunýtt Hollywood par Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Sjá meira