Selja ferðir að leynilegum fossi í afrétti Hrunamannahrepps Garðar Örn Úlfarsson skrifar 18. febrúar 2016 07:00 Þetta hlaðna sæluhús er á Steingrímsfjarðarheiði en Fréttablaðið hefur ekki tiltæka mynd af Heiðarárkofa í Hrunamannahreppi sem gera á upp með svipuðum hætti. vísir/pjetur Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“ Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira
Hrunamannahreppur ætlar að semja við félagið Secret Local Adventures um aðgang að fjallakofa og náttúruperlum í hreppnum. Þeir Egill Jóhannsson og Guðmann Unnsteinsson, sem báðir búa í Hrunamannahreppi, segja í bréfi til sveitarstjórnarinnar að ætlunin sé „að þjónusta ferðamenn í stuttar ævintýraferðir um náttúruperlur Hrunamannahrepps sem ekki er hægt að komast að nema á sérútbúnum bílum“, eins og segir í erindi þeirra. Þannig segja þeir Egill og Guðmann í bréfinu ætlunina að fara með gesti á „leynda staði sem eru ekki á leiðum annarra aðila sem aka um með ferðamenn“. Ferðamenn væru fræddir um sögu og náttúru svæðisins. „Gætt verður þess í hvívetna að vernda viðkvæma náttúru og umhverfi á afrétti Hrunamanna,“ er undirstrikað. Félagið óskar sérstaklega liðsinnis Hrunamannahrepps varðandi þrjá liði. Í fyrsta lagi vill það taka í fóstur gamlan hlaðinn gangnamannakofa sem nefnist Heiðarárkofi og er við Heiðarvatn. „Markmiðið er að færa hann í upprunalegt horf, halda honum við og nýta sem sögusafn,“ segir í bréfinu. Guðmann Unnsteinsson segir við Fréttablaðið að Heiðarárkofi sé í merkilega góðu ásigkomulagi þrátt fyrir að vera kominn úr notkun. „Það er alls ekki svo langt síðan að menn gistu hér í eftirleitum. Þá settu þeir rollurnar undir sig og hrossin í endann til að hita upp,“ segir hann. Nánari upplýsinga varðandi gangnamannaferðir ætla þeir félagar einmitt að afla og óska aðstoðar hreppsins við það. Þetta verði síðan tengt við sögur um útilegumenn á borð við Fjalla-Eyvind. Að endingu óskar Secret Local Adventures eftir „að fá að merkja gönguleið frá vegarslóða að Búðarárfossi, um 400 metra leið og fá að fara með ferðamenn að þessari leyndu náttúruperlu á afréttinum sem fossinn er,“ segir í bréfinu sem lagt var fyrir á síðasta fundi sveitarstjórnar sem samþykkti að fela sveitarstjóranum að ganga til samninga við Secret Local Adventures um málið. „Hann er leyndur inni á afrétti,“ svarar Guðmann leyndardómsfullur spurður um staðsetningu Búðarárfoss. „Það eru mjög margir heimamenn sem vita ekki einu sinni af þessum stað, hann er svo falinn. Þetta er eiginlega algjör paradís. Við ætluðum eiginlega að hafa þetta eins leynt og hægt er.“
Ferðamennska á Íslandi Mest lesið Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Innlent „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Innlent Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Innlent Reyndist vera eftirlýstur Innlent „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Þjóðverjar ganga að kjörborðinu: „Vinstrið er búið“ Erlent Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Innlent Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Innlent Fleiri fréttir 20 til 30 ný störf verða til í Árborg með tilkomu nýs öryggisfangelsis Jens Garðar býður sig fram til varaformanns Sorg í Mosfellsbæ eftir skemmdarverk á liðsrútunni Sameining sveitarfélaga á Suðurnesjum og stórleikur í körfunni Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Borgin, utanríkismálin og kjaradeila kennara Bað soninn um að halda sig í herberginu meðan árásin átti sér stað Fundu tvö dæmi um Kjartann en samt virðist enginn hafa borið nafnið Reyndist vera eftirlýstur „Þá er þetta komið út fyrir öll velsæmismörk“ Stór skjálfti í Bárðarbungu Framkvæmd við heljarstórt hús geti orðið mikil lyftistöng Vilja breyta Landsbankanum í samfélagsbanka Búin að loka fyrir kort ungmenna á veðmálasíðum Veðmál barna og verslunarmiðstöð í Vogum Búðarhnuplari í efri byggðum reyndist vera eftirlýstur Segir málefnasamninginn ófjármagnað orðagjálfur Ákvörðun tekin án samráðs við nokkurn nema MS og Bændasamtökin Vilja skýrslu frá ráðherra um lokun flugbrautar Segir ekkert til í ásökunum KÍ um flokkadrætti Tíu ára stelpa frá Vík í úrslitum í Eurovision barna í Danmörku Samþykktu að breyta skráningu svo þiggja megi styrki Fer fram á stjórnsýsluúttekt á aðdraganda lokunarinnar Stjórnsýsluúttekt á lokun flugbrautarinnar og endurgreiðsla styrkja Skora á fulltrúa sveitarfélaganna að greina frá sinni afstöðu „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sjá meira