Innlent

Sólríkur fimmtudagur framundan víða um land

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Spákort Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi í dag.
Spákort Veðurstofunnar klukkan 12 á hádegi í dag. mynd/veðurstofa íslands
Það er um að gera að njóta veðurblíðunnar í dag þar sem sólríkt verður víða um land en í kvöld mun hann ganga í stífa suðaustan átt með snjókomu og slyddu í kvöld og nótt, fyrst suðvestan til á landinu, en snýst síðan í heldur hægari suðvestan átt með éljum seint í nótt og á morgun.

Annað kvöld er síðan búist við aukinni ofankomu norðanlands með vaxandi norðaustan átt og um helgina er spáð hvössum og kólnandi vindi. Þá verður nær samfelld snjókoma fyrir norðan en sunnan til á landinu verður lengst af þurrt og bjart.

Veðurhorfur á landinu:

Norðlæg átt, 5-10 metrar á sekúndu og dálítil él norðan til á landinu, en léttskýjað að mestu um landið sunnanvert. Dregur úr vindi í dag og léttir smám saman til fyrir norðan. Gengur í suðaustan 10-18 metra á sekúndu með snjókomu eða slyddu í kvöld og nótt, fyrst suðvestan til, en snýst í suðvestan 8-15 með éljum seint í nótt og í fyrramálið. Norðlægari og aukin ofankoma norðantil á landinu seint annað kvöld. Frost 0 til 8 stig, en um frostmark við suðurströndina.

Veðurhorfur næstu daga:

Á föstudag:

Suðlæg átt, víða 8-13 metrar á sekúndu. Slydda eða snjókoma og síðar él, en snýst í norðaustan átt með aukinni snjókomu norðantil síðdegis. Kólnandi veður.

Á laugardag:

Hvöss norðan átt, en hægari vindur sunnan- og austanlands. Snjókoma og sums staðar talsverð snjókoma um landið norðanvert, en þurrt að kalla fyrir sunnan. Frost 0 til 8 stig.

Á sunnudag:

Hvöss norðanátt og snjókoma eða él, en þurrt og bjart sunnanlands. Frost 0 til 5 stig.

Á mánudag:

Breytileg átt 5-10 og þurrt og bjart að mestu, en stöku él við ströndina. Kalt í veðri.

Á þriðjudag:

Suðvestlæg átt, skýjað og úrkomulítið, en bjart að mestu um landið austanvert. Dregur úr frosti.

Á miðvikudag:

Útlit fyrir ákveðna suðaustan átt með slyddu eða rigningu og hlýnandi veðri.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×