ISAL kannar lögmæti aðgerða Óli Kristján Ármannsson skrifar 19. febrúar 2016 07:00 Boðaðar verkfallsaðgerðir Hlífar um miðja næstu viku ná til ellefu starfsmanna sem starfa við uppskipun í álverinu í Straumsvík. vísir/gva Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“ Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Boðað útflutningsbann á áli frá Straumsvík er grafalvarlegt nái það fram að ganga, segir Ólafur Teitur Guðnason, upplýsingafulltrúi ISAL, álvers Rio Tinto Alcan í Straumsvík. Aðgerðir sem þessar séu aldrei gott innlegg í viðræður. „Það kemur okkur á óvart með hvaða hætti þetta er boðað, að menn ætli sér að velja einhver tiltekin verk sem þeir ætli ekki að sinna,“ segir Ólafur Teitur. Hann segist ekki viss um að hér hafi verið hliðstæðar aðgerðir áður og að yfir standi af hálfu álversins athugun á því hvort aðgerðirnar standist.Ólafur Teitur Guðnason upplýsingafulltrúi ÍSAL, álvers Rio Tinto Alcan í StraumsvíkDeilan er í miklum hnút og Ólafur Teitur segir álitamál hvort boða hefði átt fund áður en kæmi að boðuðum aðgerðum. „Þetta er líka spurning um hvort menn hafi um eitthvað að tala. Ég hef ekki heyrt að viðsemjendur okkar telji koma til álita að fallast á eðlilegar kröfur ISAL um að njóta sama umhverfis og öll önnur fyrirtæki á Íslandi,“ segir hann. Varðandi yfirlýsingu forstjóra Rio Tinto á heimsvísu um launahækkanafrystingu í ár segir Ólafur Teitur ISAL enn vinna að því með Rio Tinto hvað sé hægt að bjóða. „En það er ljóst að verkalýðsfélögin misstu af mjög góðu tækifæri á þrettándanum þegar þau höfnuðu mjög miklum launahækkunum.“ Þá hafi enginn ágreiningur verið um launaliðinn, en félögin staðið föst á móti kröfu ISALs um heimildir til verktöku, sem önnur fyrirtæki njóti. „En við gerðum þeim ljóst þá að þetta væri okkar ýtrasta boð og yrði ekki jafnað. Og það stendur.“ Allir verði með„Verkfallið hefur kannski ekki mikil áhrif strax til að byrja með, því það er bara útflutningurinn sem stoppar,“ segir Guðmundur Ragnarsson, formaður VM, sem sæti á í samninganefnd starfsmanna í viðræðunum við ISAL og Samtök atvinnulífsins (SA). Um leið segir hann ljóst að stéttarfélög starfsmanna, iðnaðarsamfélagið, og stéttarfélög innan Alþýðusambandsins muni ekki líða að stök fyrirtæki geti sagt sig frá öguðu vinnumarkaðsmódeli sem hér sé verið að koma á. „Annaðhvort eru allir inni í þessu eða ekki.“ SA þurfi að gera Rio Tinto Alcan grein fyrir þeirri stöðu sem hér sé uppi. „Ef SA fer ekki að fá umboð frá Rio Tinto þá þurfa þeir bara að henda ISAL út úr samtökunum.“
Kjaradeila í Straumsvík Tengdar fréttir Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00 Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Sjá meira
Pína á álverið að samningaborðinu Engin viðbrögð hafa enn komið frá ÍSAL. Starfsmenn eru komnir með upp í kok. Fundur í deilunni hjá ríkissáttasemjara er í undirbúningi. Boðun aðgerða í næstu viku endurspegla snúna stöðu í deilunni, segir framkvæmdastjóri SA. 18. febrúar 2016 07:00