Staðarhaldari segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna við Jökulsárlón Birgir Olgeirsson skrifar 19. febrúar 2016 14:46 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni í gær. mynd/gylfi blöndal „Ef ríkisvaldið gerir ekkert, þá verður einhver að gera það,“ segir Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, en hann hefur pantað þrjú aðvörunarskilti til að setja upp við lónið. Fjörutíu til fimmtíu ferðamenn fóru langt út á ísilagt lónið í gær til að skoða seli. Björgunarsveit Hornarfjarðar var kölluð á vettvang og fóru ferðamennirnir í land þegar þeim var bent á hve hættulegt það getur verið að vera úti á ísnum. Einar Björn rekur söluskála við Jökulsárlón og ásamt því að bjóða upp á siglingar. Hann segir lítið nýtt í því að ferðamenn fari út á ísinn. „Það sem var nýtt í gær er hversu gríðarlega langt þau voru komin út á ísinn og spígsporandi í kringum stóran jaka töluvert langt úti á lóni. Hættan er að svona jaki velti þó svo að það sé allt frosið í kringum hann,“ segir Einar Björn.Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.visir/vilhelmMargt sem ber að varast Hann segir í sjálfu sér ekki hættulegt að ganga út á lagís en á þessum slóðum er það hættulegt. „Það flæðir sjór inn í lónið og ís getur verið misjafnlega meir og það geta verið vakir þó svo að lónið sé frosið. Það er svo margt sem bera að varast þarna sem er öðruvísi en víða annarstaðar.“ Bíður eftir skýrslu frá hinu opinbera Hann ætlar að koma upp aðvörunarskilti þar sem mesta umferðinni er af gangandi fólki til að var það við hættunni sem stafar af því að fara út á ísinn. Þá segir hann einnig inni í myndinni að koma öðru skilti fyrir hinu megin við þjóðlenduna ef ríkisvaldið gerir það ekki. Hann segist vera að bíða eftir skýrslu frá hinu opinbera þar sem er farið yfir hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna við lónið. Holskefla Kínverja Einar segir fjöldann sem hefur skoðað lónið síðastliðin misseri gífurlegan og upp á síðkastið hefur ótrúlegur fjöldi Kínverja lagt leið sína þangað. Hann segir að ef ferðamenn sjá gönguför eftir eina manneskju út á ísinn þá sé voðinn vís. Þeir fylgja förunum og þegar þeim er bent á að það sé hættulegt að fara út á ísinn þá segja þeir á móti að þeir hafi verið að fylgja förunum. Staðarhaldari við Jökulsárlón segir veturinn hafa verið erfiðan og þungfæran.visir/valliEkki hlaupið að því að tryggja öryggi Hann segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna á þessu svæði. „Þetta eru yfir þrjátíu ferkílómetrar, lónið. Ég veit ekki hvernig ætla að reyna að ráða við þennan fjölda á svona stóru svæði. Við reynum að gera það sem við getum, svo verðum við að reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks. Breytingin gífurleg frá því hann tók við rekstrinum Hann tók við rekstri söluskálans fyrir fimmtán árum og segir breytinguna undanfarin ár vera gífurlega. Fyrir fimm árum hóf hann vetraropnum og segir það hafa verið erfitt að þreyja þorrann fyrst um sinn. „Það voru kannski innan við tíu manns á dag sem komu þarna til að byrja með. Vetraropnunin var fyrst og fremst hugsuð til að koma í veg fyrir að fólk sé að gera þarfir sínar hingað og þangað.“ Hann segir veturinn hafa verið snjóþungan og erfiðan. Ófærðin hafi gert ferðamönnum erfitt fyrir og um daginn hafi um tuttugu til þrjátíu bílar farið út af þjóðveginum vegna ófærðar. „Maður var liggur við í fullri vinnu allan sólarhringinn við að draga upp bíla.“ Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
„Ef ríkisvaldið gerir ekkert, þá verður einhver að gera það,“ segir Einar Björn Einarsson, staðarhaldari við Jökulsárlón, en hann hefur pantað þrjú aðvörunarskilti til að setja upp við lónið. Fjörutíu til fimmtíu ferðamenn fóru langt út á ísilagt lónið í gær til að skoða seli. Björgunarsveit Hornarfjarðar var kölluð á vettvang og fóru ferðamennirnir í land þegar þeim var bent á hve hættulegt það getur verið að vera úti á ísnum. Einar Björn rekur söluskála við Jökulsárlón og ásamt því að bjóða upp á siglingar. Hann segir lítið nýtt í því að ferðamenn fari út á ísinn. „Það sem var nýtt í gær er hversu gríðarlega langt þau voru komin út á ísinn og spígsporandi í kringum stóran jaka töluvert langt úti á lóni. Hættan er að svona jaki velti þó svo að það sé allt frosið í kringum hann,“ segir Einar Björn.Jökulsárlón er einn vinsælasti ferðamannastaður landsins.visir/vilhelmMargt sem ber að varast Hann segir í sjálfu sér ekki hættulegt að ganga út á lagís en á þessum slóðum er það hættulegt. „Það flæðir sjór inn í lónið og ís getur verið misjafnlega meir og það geta verið vakir þó svo að lónið sé frosið. Það er svo margt sem bera að varast þarna sem er öðruvísi en víða annarstaðar.“ Bíður eftir skýrslu frá hinu opinbera Hann ætlar að koma upp aðvörunarskilti þar sem mesta umferðinni er af gangandi fólki til að var það við hættunni sem stafar af því að fara út á ísinn. Þá segir hann einnig inni í myndinni að koma öðru skilti fyrir hinu megin við þjóðlenduna ef ríkisvaldið gerir það ekki. Hann segist vera að bíða eftir skýrslu frá hinu opinbera þar sem er farið yfir hvað sé hægt að gera til að tryggja öryggi ferðamanna við lónið. Holskefla Kínverja Einar segir fjöldann sem hefur skoðað lónið síðastliðin misseri gífurlegan og upp á síðkastið hefur ótrúlegur fjöldi Kínverja lagt leið sína þangað. Hann segir að ef ferðamenn sjá gönguför eftir eina manneskju út á ísinn þá sé voðinn vís. Þeir fylgja förunum og þegar þeim er bent á að það sé hættulegt að fara út á ísinn þá segja þeir á móti að þeir hafi verið að fylgja förunum. Staðarhaldari við Jökulsárlón segir veturinn hafa verið erfiðan og þungfæran.visir/valliEkki hlaupið að því að tryggja öryggi Hann segir ekki hlaupið að því að tryggja öryggi ferðamanna á þessu svæði. „Þetta eru yfir þrjátíu ferkílómetrar, lónið. Ég veit ekki hvernig ætla að reyna að ráða við þennan fjölda á svona stóru svæði. Við reynum að gera það sem við getum, svo verðum við að reyna að höfða til almennrar skynsemi fólks. Breytingin gífurleg frá því hann tók við rekstrinum Hann tók við rekstri söluskálans fyrir fimmtán árum og segir breytinguna undanfarin ár vera gífurlega. Fyrir fimm árum hóf hann vetraropnum og segir það hafa verið erfitt að þreyja þorrann fyrst um sinn. „Það voru kannski innan við tíu manns á dag sem komu þarna til að byrja með. Vetraropnunin var fyrst og fremst hugsuð til að koma í veg fyrir að fólk sé að gera þarfir sínar hingað og þangað.“ Hann segir veturinn hafa verið snjóþungan og erfiðan. Ófærðin hafi gert ferðamönnum erfitt fyrir og um daginn hafi um tuttugu til þrjátíu bílar farið út af þjóðveginum vegna ófærðar. „Maður var liggur við í fullri vinnu allan sólarhringinn við að draga upp bíla.“
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00 Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55 Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50 Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Íslandsvinurinn OG Maco látinn Erlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Fleiri fréttir Enginn læknir því HSU bjóði kjör undir markaðslaunum „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Sjá meira
Myndskeið frá Jökulsárlóni: „Tifandi tímasprengja“ Leiðsögumaður sem varð vitni að því þegar tugir ferðamanna hættu sér út á ísilagt Jökulsárlón í dag segir að breyttur veruleiki sé til staðar í ferðamálum á Íslandi í dag. 18. febrúar 2016 22:00
Tugir ferðamanna fastir á ísjaka sem rak út á Jökulsárlón Björgunarsveitir eru á leið á vettvang. 18. febrúar 2016 15:55
Ferðamenn úti á ísnum á Jökulsárlóni: „Maður fær fyrir hjartað þegar maður sér fólk haga sér svona“ "Ég kem nú ekki oft hingað með ferðamenn, kannski einu sinni í mánuði en nánast í hvert einasta skipti sé ég fólk þarna úti á jökunum og jafnvel með börn með sér,“ segir Gylfi Blöndal, verkefnastjóri hjá IceLimo Luxury Travel. 14. febrúar 2016 19:50