Mesta bílamerkjatryggðin hjá Subaru Finnur Thorlacius skrifar 3. febrúar 2016 14:19 Subaru Forester. Bílaeigendur hafa sterka tilhneigingu til að kaupa aftur bíl frá sama bílaframleiðanda og síðast, en missterka þó eftir bílamerkjum og einstaka bílgerðum. Sá bílaframleiðandi sem nýtur mestrar merkjatryggðar í Bandaríkjunum er Subaru, en 67,7% sem kaupa bíla frá Subaru áttu Subaru bíl áður. Sumir kaupendur ganga þó ennþá lengra og kaupa sömu bílgerðina aftur og aftur. Sá einstaki bíll sem mestrar tryggðar nýtur er Range Rover, en 48,2% kaupenda hans leysa af samskonar bíl af eldri árgerð. Næstur kemur Mercedes Benz S-Class með 46,6% tryggð og þriðji Lincoln MKZ með 44,8%. Þar á eftir koma Mercedes Benz Sprinter sendibíllinn (44,8%), Nissan Leaf (44,0%), RAM 1500 pallbíllinn (42,9%), Lexus RX350 (42,7%), Hyundai Genesis (42,5%), Kia Soul (42,0%) og í tíunda sætinu er Subaru Forester með 41,1% tryggð. Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent
Bílaeigendur hafa sterka tilhneigingu til að kaupa aftur bíl frá sama bílaframleiðanda og síðast, en missterka þó eftir bílamerkjum og einstaka bílgerðum. Sá bílaframleiðandi sem nýtur mestrar merkjatryggðar í Bandaríkjunum er Subaru, en 67,7% sem kaupa bíla frá Subaru áttu Subaru bíl áður. Sumir kaupendur ganga þó ennþá lengra og kaupa sömu bílgerðina aftur og aftur. Sá einstaki bíll sem mestrar tryggðar nýtur er Range Rover, en 48,2% kaupenda hans leysa af samskonar bíl af eldri árgerð. Næstur kemur Mercedes Benz S-Class með 46,6% tryggð og þriðji Lincoln MKZ með 44,8%. Þar á eftir koma Mercedes Benz Sprinter sendibíllinn (44,8%), Nissan Leaf (44,0%), RAM 1500 pallbíllinn (42,9%), Lexus RX350 (42,7%), Hyundai Genesis (42,5%), Kia Soul (42,0%) og í tíunda sætinu er Subaru Forester með 41,1% tryggð.
Mest lesið Engin röð á Læknavaktinni Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent