Innlent

Hált og blint á köflum á Hellisheiði

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Mynd af Hellisheiði klukkan 14:30 í dag.
Mynd af Hellisheiði klukkan 14:30 í dag. Vísir/TLT
Éljagangur er víða um suðvestanvert landið. Hálkublettir eru á Reykjanesbraut og Suðurnesjum, og eins á Höfuðborgarsvæðinu. Hálka er bæði á Hellisheiði og í Þrengslum, og skafrenningur. Hálkublettir eru annars á Hringveginum á Suðurlandi en á öðrum vegum á Suðurlandi er víða hálka. Þetta kemur fram á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Hálka er allvíða á Vesturlandi, ekki síst á Snæfellsnesi og á fjallvegum. Eins er hálka á Vestfjörðum, víðast hvar, og sums staðar skafrenningur á heiðum.

Hálka er á flestum vegum á Norðurlandi og sums staðar éljagangur.

Hálka er á flestum aðalleiðum á Austurlandi en annars víða snjóþekja, einkum á sveitavegum. Hálka og hálkublettir eru með suðausturströndinni en snjóþekja vestast, og skafrenningur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×