Innlent

15 manns fastir í Víðihlíð: „Ekki hundi út sigandi“

Tryggvi Páll Tryggvason skrifar
Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Víðihlíð en þar er nú vitlaust veður.
Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Víðihlíð en þar er nú vitlaust veður. Vísir/Vilhelm
Búið er að opna fjöldahjálparstöð í Víðihlíð í Víðidal á Norðurlandi vestra. 15 manns sem voru á nokkrum bílum sitja þar nú fastir og hafast við í félagsheimilinu í Víðihlíð.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á Blönduósi er kolvitlaust veður á svæðinu og „ekki hundi út sigandi“ eins og lögreglumaður á Blönduósi orðaði það í samtali við Vísi.

Unnið er að því koma ferðalöngunum í gistingu á bæjum í kring en Björgunarsveitin Húnar á Hvammstanga hefur staðið í ströngu síðan óveður skall snarpt á seinnipartinn í dag. Hefur sveitin komið um 20 manns á átta bílum til aðstoðar.

 


Tengdar fréttir

Hellisheiði og fleiri vegum lokað

Hellisheiði, Mosfellsheiði og Lyngdalsheiði lokað vegna veðurs, sem og þjóðvegi 1 frá Hvolsvelli að Jökulsá.

Innanlandsflugi aflýst

Öllu flugi Flugfélag Íslands í kvöld hefur verið aflýst vegna veðurs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×