Honda innkallar 2,23 milljón bíla vegna Takata öryggispúða Finnur Thorlacius skrifar 5. febrúar 2016 09:49 Honda Jazz. Enn halda innkallanir áfram vegna gallaðra öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata. Innköllunin nú nær til margra bílgerða Honda bíla. Meðal þeirra eru Honda CR-V frá 2007 til 2011, Honda Jazz frá 2009 til 2014, Honda Insight frá 2010 til 2014, Honda Rodgeline frá 2007 til 2014, Honda CR-Z frá 2011 til 2015 og einar 5 gerðir Acura bíla, sem aðallega hafa verið seldir í Bandaríkjunum. Galli Takata öryggipúðanna snýr að því að þegar þeir springa út við árekstur geta þeir skaðað ökumann, en aðeins er um að ræða öryggispúða sem staðsettur er í stýri bílanna. Ein 10 dauðsföll víðsvegar um heiminn eru rakin til þessa galla í þessum Honda og Acura bílum. Honda ætlar að hefja útskipti á þessum gölluðu öryggispúðum í sumar og munu eigendur bílanna fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að koma með bíla sína til viðgerða. Hafa þeir 60 daga tímaramma til að koma með bíla sína og munu svo aftur fá bréf ef það hefur ekki verið gert. Honda hefur nú innkallað 8,51 milljón bíla eingöngu í Bandaríkjunum vegna Takata öryggispúða og mun fleiri í heiminum öllum. Takata öryggispúða er einnig að finna í bílum frá bílaframleiðendunum Ford, Mazda, Audi, BMW, Mercedes Benz, Saab og Volkswagen og hafa öll fyrirtækin innkallað bíla með þessa púða. Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent
Enn halda innkallanir áfram vegna gallaðra öryggispúða frá japanska framleiðandanum Takata. Innköllunin nú nær til margra bílgerða Honda bíla. Meðal þeirra eru Honda CR-V frá 2007 til 2011, Honda Jazz frá 2009 til 2014, Honda Insight frá 2010 til 2014, Honda Rodgeline frá 2007 til 2014, Honda CR-Z frá 2011 til 2015 og einar 5 gerðir Acura bíla, sem aðallega hafa verið seldir í Bandaríkjunum. Galli Takata öryggipúðanna snýr að því að þegar þeir springa út við árekstur geta þeir skaðað ökumann, en aðeins er um að ræða öryggispúða sem staðsettur er í stýri bílanna. Ein 10 dauðsföll víðsvegar um heiminn eru rakin til þessa galla í þessum Honda og Acura bílum. Honda ætlar að hefja útskipti á þessum gölluðu öryggispúðum í sumar og munu eigendur bílanna fá tilkynningu um hvenær þeir eiga að koma með bíla sína til viðgerða. Hafa þeir 60 daga tímaramma til að koma með bíla sína og munu svo aftur fá bréf ef það hefur ekki verið gert. Honda hefur nú innkallað 8,51 milljón bíla eingöngu í Bandaríkjunum vegna Takata öryggispúða og mun fleiri í heiminum öllum. Takata öryggispúða er einnig að finna í bílum frá bílaframleiðendunum Ford, Mazda, Audi, BMW, Mercedes Benz, Saab og Volkswagen og hafa öll fyrirtækin innkallað bíla með þessa púða.
Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Ofbýður hvað Reykjavík er ljót Innlent „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Sorglegt að sjá hversu gaman þetta var fyrir þá“ Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Afstýrði vopnuðu ráni í Kópavogi: „Mér fannst ég þurfa að gera eitthvað“ Innlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent