Fótbolti

Real Madrid vann fyrsta útisigurinn undir stjórn Zidane

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Benzema þakkar Daniel Carjaval fyrir stoðsendinguna í fyrra marki Real Madrid.
Benzema þakkar Daniel Carjaval fyrir stoðsendinguna í fyrra marki Real Madrid. Vísir/Getty
Real Madrid vann sinn fyrsta sigur á útivelli undir stjórn Zinedine Zidane þegar liðið vann 2-1 sigur á Granada í kvöld.

Þrátt fyrir sigurinn er Real Madrid enn í 3. sæti deildarinnar en lærisveinar Zidane eru fjórum stigum á eftir toppliði Barcelona.

Karim Benzema kom Real Madrid yfir eftir hálftíma leik en hann hefur nú skorað í sex deildarleikjum liðsins í röð. Frakkinn er alls kominn með 19 mörk í deildinni.

Youssef El-Arabi jafnaði metin á 60. mínútu en Luka Modric reyndist hetja Real Madrid þegar hann skoraði sigurmarkið með frábæru skoti fimm mínútum fyrir leikslok.

Real Madrid hefur unnið fjóra leiki og gert eitt jafntefli í fimm leikjum undir stjórn Zidane. Markatalan er ekki af verri endanum, eða 19-3.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×