Ragnheiður skaut Selfoss í kaf | Sigrar hjá Haukum og ÍBV Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. febrúar 2016 17:59 Ragnheiður skoraði níu mörk á Selfossi. vísir/vilhelm Fram gerði góða ferð á Selfoss og vann fimm marka sigur, 25-30, á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í liði Fram og skoraði níu mörk. Steinunn Björnsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir komu næstar með sex mörk hvor en þessar þrjár gerðu 21 af 30 mörkum Fram í leiknum. Selfoss leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en í þeim seinni hertu gestirnir vörnina og sigldu fram úr. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var eins og svo oft áður markahæst í liði Selfoss með átta mörk.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Steinunn Hansdóttir 5, Adina Ghidoarca 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Marthe Sördal 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Ramune skoraði níu mörk gegn ÍR.vísir/stefánHaukar endurheimtu 2. sæti deildarinnar með sjö marka sigri, 35-28, á ÍR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Vörn Breiðhyltinga réði ekkert við útilínu Hauka en þær Maria Ines Da Silve Pereira, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttir skoruðu samtals 26 mörk í leiknum. ÍR var reyndar bara einu marki undir í hálfleik, 16-15, en í seinni hálfleikinn dró í sundur með liðunum. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍR sem er í 13. og næstneðsta sæti deildarinnar.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silve Pereira 10, Ramune Pekarskyte 9, Karen Helga Díönudóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigríður Jónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Karen Tinna Demian 4, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 4, Petra Waage 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.Greta Kavaliuskaite fór mikinn gegn FH.vísir/ernirÞá komst ÍBV aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af FH, 27-21, í Eyjum. Með sigrinum komst ÍBV aftur upp í 3. sæti deildarinnar en Eyjakonur hafa unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. Greta Kavaliuskaite skoraði 11 mörk fyrir ÍBV en hún hefur því gert 19 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Elín Anna Baldursdóttir var markahæst í liði FH en hún skoraði sjö mörk gegn sínum gömlu félögum. FH er í 12. sæti deildarinnar með sjö stig.Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 11, Telma Amado 6, Ester Óskarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Vera Lopes 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1.Mörk FH: Elín Anna Baldursdóttir 7, Rakel Sigurðardóttir 4, Jóhanna Helga Jensdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1. Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Fram gerði góða ferð á Selfoss og vann fimm marka sigur, 25-30, á heimastúlkum í Olís-deild kvenna í handbolta í dag. Ragnheiður Júlíusdóttir fór mikinn í liði Fram og skoraði níu mörk. Steinunn Björnsdóttir og Ásta Birna Gunnarsdóttir komu næstar með sex mörk hvor en þessar þrjár gerðu 21 af 30 mörkum Fram í leiknum. Selfoss leiddi með einu marki í hálfleik, 17-16, en í þeim seinni hertu gestirnir vörnina og sigldu fram úr. Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir var eins og svo oft áður markahæst í liði Selfoss með átta mörk.Mörk Selfoss: Hrafnhildur Hanna Þrastardóttir 8, Steinunn Hansdóttir 5, Adina Ghidoarca 5, Kristrún Steinþórsdóttir 4, Elena Birgisdóttir 2, Hildur Öder Einarsdóttir 1.Mörk Fram: Ragnheiður Júlíusdóttir 9, Ásta Birna Gunnarsdóttir 6, Steinunn Björnsdóttir 6, Hildur Þorgeirsdóttir 4, Guðrún Ósk Maríasdóttir 1, Hekla Rún Ámundadóttir 1, Marthe Sördal 1, Sigurbjörg Jóhannsdóttir 1.Ramune skoraði níu mörk gegn ÍR.vísir/stefánHaukar endurheimtu 2. sæti deildarinnar með sjö marka sigri, 35-28, á ÍR í Schenker-höllinni í Hafnarfirði. Vörn Breiðhyltinga réði ekkert við útilínu Hauka en þær Maria Ines Da Silve Pereira, Ramune Pekarskyte og Karen Helga Díönudóttir skoruðu samtals 26 mörk í leiknum. ÍR var reyndar bara einu marki undir í hálfleik, 16-15, en í seinni hálfleikinn dró í sundur með liðunum. Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir skoraði átta mörk fyrir ÍR sem er í 13. og næstneðsta sæti deildarinnar.Mörk Hauka: Maria Ines Da Silve Pereira 10, Ramune Pekarskyte 9, Karen Helga Díönudóttir 7, Ragnheiður Sveinsdóttir 3, Sigríður Jónsdóttir 2, Agnes Ósk Egilsdóttir 1, Jóna Sigríður Halldórsdóttir 1, Vilborg Pétursdóttir 1, Ragnheiður Ragnarsdóttir 1.Mörk ÍR: Brynhildur Bergmann Kjartansdóttir 8, Sólveig Lára Kristjánsdóttir 5, Karen Tinna Demian 4, Jóhanna Björk Viktorsdóttir 4, Petra Waage 3, Þorbjörg Anna Steinarsdóttir 2, Hildur María Leifsdóttir 1, Sigrún Ása Ásgrímsdóttir 1.Greta Kavaliuskaite fór mikinn gegn FH.vísir/ernirÞá komst ÍBV aftur á sigurbraut þegar liðið bar sigurorð af FH, 27-21, í Eyjum. Með sigrinum komst ÍBV aftur upp í 3. sæti deildarinnar en Eyjakonur hafa unnið alla átta heimaleiki sína á tímabilinu. Greta Kavaliuskaite skoraði 11 mörk fyrir ÍBV en hún hefur því gert 19 mörk í síðustu tveimur leikjum liðsins. Elín Anna Baldursdóttir var markahæst í liði FH en hún skoraði sjö mörk gegn sínum gömlu félögum. FH er í 12. sæti deildarinnar með sjö stig.Mörk ÍBV: Greta Kavaliuskaite 11, Telma Amado 6, Ester Óskarsdóttir 3, Guðbjörg Guðmannsdóttir 2, Vera Lopes 2, Sandra Dís Sigurðardóttir 2, Díana Dögg Magnúsdóttir 1.Mörk FH: Elín Anna Baldursdóttir 7, Rakel Sigurðardóttir 4, Jóhanna Helga Jensdóttir 4, Steinunn Snorradóttir 3, Sigrún Jóhannsdóttir 2, Hildur Marín Andrésdóttir 1.
Olís-deild kvenna Tengdar fréttir Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47 Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Jafnt á Emirates og Liverpool þarf að bíða Enski boltinn Leik lokið: FH - KR 2-2 | Bæði lið enn án sigurs Íslenski boltinn Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn Leik lokið: Breiðablik - Stjarnan 2-1 | Fyrirliðinn kom til bjargar Sport Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn Fleiri fréttir Orri rólegur þegar Sporting tapaði fyrri leiknum Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Sjá meira
Stórsigrar hjá Stjörnunni og Val Tveimur leikjum er lokið í Olís-deild kvenna í dag. 6. febrúar 2016 15:47