Golf

Hideki Matsuyama skákaði Rickie Fowler í bráðabana í Phoenix

Matsuyama og Fowler takast í hendur.
Matsuyama og Fowler takast í hendur. Getty
Japanska ungstirnið Hideki Matsuyiama sigraði á sínu öðru móti á PGA-mótaröðinni á ferlinum í gær en hann sigraði Rickie Fowler í bráðabana á Waste Management Phoenix Open.

Það leit allt út fyrir að Fowler myndi sigra sitt annað mót á árinu en Matsuyiama fékk tvo fugla á síðustu tveimur holunum, komst í bráðabana og sigraði Fowler að lokum eftir fjögurra holna bráðabana.

Bandaríkjamaðurinn Harris English endaði í þriðja sæti en Ástralinn Danny Lee endaði í fjórða eftir að hafa leitt mótið snemma á lokahringnum.

Á Evrópumótaröðinni fór Dubai Desert Classic fram um helgina en þar fór Englendingurinn Danny Willett með sigur af hólmi eftir að hafa leikið 72 holur á Emirates vellinum á 19 höggum undir pari.

Rory McIlroy gerði sitt besta á lokahringnum en náði ekki að skáka Willett sem fær fyrir sigurinnn rúmlega 60 milljónir króna og tveggja ára þátttökurétt á Evrópsku mótaröðinni.








Fleiri fréttir

Sjá meira


×