Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 00:48 Þorsteinn Bachmann sem Sigurður í Ófærð. Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
Rétta útgáfan af sjöunda þætti þáttaraðarinnar Ófærðar var sýnd í Sjónvarpinu í kvöld og kom í ljós að ein umtalaðasta sena seríunnar var heldur öðruvísi en áhorfendur fengu að sjá í „röngu" útgáfunni sem var sýnd á sunnudag. Fyrir þá sem ekki hafa séð þáttinn er þeim ráðlagt að halda ekki áfram lestri greinarinnar en um er að ræða eitt umtalaðasta atriðið í þáttaröðinni til þessa á samfélagsmiðlum. RÚV greindi fyrst frá þessari breytingu. Stilla úr Ófærð.Í þættinum gengst Sigurður, leikinn af Þorsteini Bachmann, við því að hafa myrt Geirmund og Hrafn bæjarstjóra og er lögregluteymið frá Reykjavík að fara að flytja hann suður með þyrlu. Í „röngu" útgáfu þáttarins voru dyrnar á þyrlunni voru opnar þegar hún var komin í loftið og greip örvinglaður Sigurður til þess örþrifaráðs að fleygja sér út um opnar dyrnar. Var þetta atriði gagnrýnt af fjölda mörgum á Twitter og talið nokkuð víst að svona myndi lögreglan aldrei standa að fangaflutningum. Tilkynning barst frá tæknisviði Ríkisútvarpsins í dag þar sem greint var frá því að röng útgáfa af sjöunda þættinum hefði farið í loftið síðastliðið sunnudagskvöld og var réttri útgáfu lofað nú í kvöld. Var hún til að mynda sögð sú sama og ætti eftir að sýna víða um heim. Við áhorf á henni kom í ljós að dyrnar á þyrlunni voru lokaðar þegar hún var komin í loftið og þurfti Sigurður að opna þær til að fleygja sér út úr þyrlunni en og sjá má hér fyrir neðan: Sjá má umræðuna á Twitter hér fyrir neðan:#ófærð Tweets
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Mest lesið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Lífið Tchéky Karyo látinn Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Lífið „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Lífið Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ Lífið Samkeppnin í New York minnti á X-Factor keppni Menning Telur Sweeney hafa verið blekkta í kjólinn Tíska og hönnun Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Lífið Fleiri fréttir Vaktin: Sjónvarpsmenn verðlauna hver annan á ný Barnastjarna bráðkvödd Komu höndum yfir fæðingarvottorðið og ljóstruðu upp um fæðinguna Fimm góðar um vonda færð, snjóstorma og ærandi innilokunarkennd Vafðist tunga um tönn þegar Bond bar á góma Hótelstjóri Hótels Tindastóls er allur „Fallegasti drengur í heimi“ er látinn „Ég hef ekki trú á öðru en að við lifum þetta af“ Tilnefningar fyrir árið 2024 birtar Þau eru tilnefnd til Sjónvarpsverðlaunanna fyrir árið 2023 Sjónvarpsverðlaunin sækja innblástur í stillimyndina Inbetweeners snúa aftur Vesturport fær lóð í Gufunesi Minnist náins kollega og elskhuga „Hættið að senda mér gervigreindarmyndbönd af pabba“ Bak við tjöld Víkurinnar: Háskalegar aðstæður og hættulegur ferðamaður á hjara veraldar Saman á rauða dreglinum Rússar meina kvikmyndagerðarmanni að koma til Íslands Weerasethakul og Corbijn hlutu heiðursverðlaun RIFF Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10