Fimm milljónir horfðu á Ófærð í Frakklandi Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2016 14:46 Stilla úr Ófærð. Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku. Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Rúmlega fimm milljónir manns horfðu á íslensku sjónvarpsþáttaröðina Ófærð í Frakklandi í gær. Þáttaröðin var frumsýnd í franska ríkissjónvarpinu, France 2, á besta tíma, að því er fram kemur í tilkynningu frá RVK Studios, framleiðanda þáttanna, en fyrstu fjórir þættirnir voru sýndir sama kvöldið. RVK Studios segja þessar áhorfstölur hafa komið þeim á óvart þar sem búist var við mikilli samkeppni um áhorf. Tvær nýjar franskar seríur voru einnig frumsýndar þetta kvöld og því bjuggust menn hjá France 2 ekki við að ný íslensk sería mundi halda í við það vinsælasta í frönsku sjónvarpi, en Ófærð endaði í öðru sæti með 18% hlutdeild. Fjölmiðlar í Frakklandi hafa slegið upp fréttum af þessum miklu vinsældum og þykir mönnum France 2 hafa sýnt hugrekki að tefla fram seríu frá Íslandi á besta sýningartíma. Í franska dagblaðinu Le Parisien birtist dómur í morgun þar sem þáttaröðin fær fjórar stjörnur af fimm og þykir jafnast á við hina bresku Broadchurch að gæðum, að því er fram kemur í tilkynningunni. RVK Studios segja þessar tölur ansi góðar og nefnir fyrirtækið sem dæmi að þáttaröðina Fortitude, sem tekin var upp hér á landi, hefði gert það gott á sjónvarpsstöðinni Sky með eina milljón áhorfenda. Lokaþáttur þáttaraðarinnar Mad Men er einnig sagður hafa sett áhorfsmet á ACM-kapalstöðinni í Bandaríkjunum með 3,4 milljónir áhorfenda. Þá er þess getið að Ófærð er einnig sýnd í Noregi í þessar mundir við góðan orðróm og áhorfið þar helst stöðugt. Í kringum 500 þúsund horfa þar í hverri viku.
Bíó og sjónvarp Tengdar fréttir RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10 Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47 Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21 Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48 Mest lesið Hildur Yeoman lofuð í hástert á Style Bubble Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Skringilega stór kaffibolli: „Ég verð aldrei aftur hreinn“ Lífið Brúðarbíllinn gömul dráttarvél frá langafa Lífið Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Bíó og sjónvarp Pabbi fyrir tvítugt, ekkill þrítugur, afi um fertugt og veltir rúmum milljarði Áskorun Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Matur Fleiri fréttir Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
RÚV sýndi ranga útgáfu af Ófærð í gær „Það var yfirsjón í tækni- og efnisskoðun sem olli tæknivandræðum í útsendingu í gærkvöldi.“ 8. febrúar 2016 16:10
Ófært á Twitter í gærkvöldi: „Var #Noel að vinna á RÚV í gær?“ "Vildi óska að það hefði farið rangur júróvisjónþáttur í loftið,“ grínast einn notandi á Twitter. 9. febrúar 2016 08:47
Ófærð á Twitter: Er Trausti versta lögga á Íslandi? Eins og svo oft áður undanfarin sunnudagskvöld logar Twitter vegna þáttanna Ófærð. 7. febrúar 2016 22:21
Dyrnar á þyrlunni voru lokaðar í „réttu" útgáfunni af Ófærð RÚV sýndi ranga útgáfu af sjöunda þætti Ófærðar á sunnudag. 9. febrúar 2016 00:48