Vegfarendum í bílaborginni Stuttgart ráðlagt að nota ekki bíla Finnur Thorlacius skrifar 20. janúar 2016 12:50 Mengun í Stuttgart. Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum. Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent
Í Stuttgart eru höfuðstöðvar bæði Mercedes Benz og Porsche og hún því þekkt bílaborg. Það er því örugglega ekki ljúft fyrir borgarstjórnina í Stuttgart að senda frá sér hvatningu til íbúa hennar að vegfarendur noti ekki bíla sína vegna mikillar mengunar í borginni. Þeir voru hvattir til að nota almenningssamgöngur, leigubíla sem ganga fyrir rafmagni eða sameinast sem mest í bíla. Stuttgart er fyrsta þýska borgin þar sem borgaryfirvöld hefur þurft að gefa frá sér svona yfirlýsingu vegna mengunar. Á máudaginn mældist þar 89 míkrógrömm af svokölluðum PM10 efnum í hverjum rúmmetra, en heilsuverndarmörk eru við 50 míkrógrömm. Íbúar borgarinnar fara um 500.000 bílferðir á hverjum degi og af þeim hlýst þessi mikla mengun. Borgaryfirvöld hvöttu einnig atvinnurekendur að láta starfsmenn sína vinna sveigjanlegan vinnutíma eða vinna heima í þeim tilvikum sem það er hægt. Markmiðið með þessum hvatningum er að auka lífsgæði í borginni, eins og segir í yfirlýsingunni frá borgaryfirvöldum.
Mest lesið Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Neituðu sök en viðurkenna nú að hafa drepið hjálparstarfsmann Erlent Árásarmaðurinn sagður aðhyllast hugmyndir Hitler Erlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Innlent Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra Innlent Tugir þúsunda kveðja páfann fyrir útförina Erlent Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Innlent