Barcelona komst upp fyrir Manchester United á peningalistanum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. janúar 2016 17:30 Lionel Messi. Vísir/EPA Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3) Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira
Real Madrid er áfram besta rekna knattspyrnufélag heimsins eins og undanfarin áratug en það voru breytingar í næstu sætum fyrir neðan í nýrri samantekt Deloitte á mestri veltu fótboltafélaga á síðasta tímabili. Real Madrid velti 577 milljónum evra á síðustu leiktíð og hækkaði sig frá 549,5 milljónum evra árið áður. Forskot Real Madrid á erkifjendurna í Barcelona minnkaði þó um 16,2 milljónir evra en Börsungar tóku stökk á listanum. Barcelona hoppaði nefnilega úr fjórða sætinu og upp í annað sætið. Barca sendi Manchester United niður í þriðja sætið og Bayern München, sem var í þriðja sætinu, er nú í fimmta sæti. Barcelona hækkaði tekjur sínar á öllum sviðum því tekjur af miðasölu, sjónvarpstekjur og auglýsingatekjur hækkuðu. Josep Maria Bartomeu, forseti Barcelona, hefur mikinn metnað fyrir framtíðarrekstur félagsins en hann er með stefnuna á því að velta milljarði evra árið 2021. Barcelona vann spænsku deildina, spænska bikarinn og Meistaradeildina á þessu tímabili og velta félagsins fór upp um rúmar 76 milljónir evra eða frá 484,8 milljónum upp í 560,8 milljónir. Manchester United datt niður í þriðja sæti þrátt fyrir að auka veltu sína lítillega en Deloitte telur allt eins líklegt að United fari upp í efsta sætið á listanum fyrir núverandi tímabil. Níu af tuttugu hæstu félögunum á listanum spila í ensku úrvalsdeildinni og þar af eru fimm þeirra meðal þeirra tíu efstu. Ítalía á fjögur félög inn á topp tuttugu og þrjú spænsk og þýsk félög eru á listanum yfir best reknu félögin.Mesta veltan hjá fótboltafélögum heimsins tímabilið 2014-15:(Tölur frá 2013-14 innan sviga) 1. (1) Real Madrid (Spánn) 577 milljónir evra (549.5 milljónir evra) 2. (4) Barcelona (Spánn) 560,8 (484,8) 3. (2) Manchester United (England) 519,5 (518) 4. (5) Paris Saint-Germain (Frakkland) 480,8 (471,3) 5. (3) Bayern München (Þýskaland) 474 (487,5) 6. (6) Manchester City (England) 463,5 (416,5) 7. (8) Arsenal (England) 435,5 (359,3) 8. (7) Chelsea (England) 420 (387,9) 9. (9) Liverpool (England) 391,8 (305,9) 10. (10) Juventus (Ítalía) 323,9 (279) 11. (11) Borussia Dortmund (Þýskaland) 280,6 (261,5) 12. (13) Tottenham (England) 257,5 (215,5) 13. (14) Schalke 04 (Þýskaland) 219,7 (214) 14. (12) AC Milan (Ítalía) 199.1 (249,7) 15. (15) Atletico Madrid (Spánn) 187,1 (169,9) 16. (Nýtt) Roma (Ítalía) 180,4 (127,4) 17. (19) Newcastle (England) 169,3 (155,1) 18. (20) Everton (England) 165,1 (144,1) 19. (17) Internazionale (Ítalía) 164,8 (162,8) 20. (Nýtt) West Ham (England) 160,9 (139,3)
Enski boltinn Fótbolti Íslenski boltinn Ítalski boltinn Spænski boltinn Þýski boltinn Mest lesið Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Fótbolti Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK Fótbolti Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Fótbolti Borgarstjórinn forðast að ræða hótanir Trumps Sport „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Fótbolti Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford Fótbolti Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Enski boltinn Mætti með bikarinn á frumsýningu Happy Gilmore Golf Rakarastofa og sjónvarp fyrir alla í flottasta búningsklefa heims Sport Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira Fótbolti Fleiri fréttir KR í markmannsleit eftir meiðsli Í beinni: England - Ítalía | Úrslitaleikur í boði Í beinni: Lech Poznan - Breiðablik | Blikarnir í gini ljónsins Davíð Snorri aðstoðar Frey og félaga Sögunni endalausu um Gyökeres loksins að ljúka Fyrrum leikmaður Liverpool og Chelsea látinn „Fjölmennasti leikur sem Breiðablik hefur spilað“ Frá Inter til Serbíu og gæti mætt Blikum Hrósuðu Túfa í hástert: „Á einhvern hátt heldur maður með honum“ Búinn að eyða yfir tuttugu milljörðum en segist vanta meira „Við erum ekki á góðum stað“ Þurfa að losa leikmenn til að skrá Rashford „Ég líki þessu svolítið við Blikana“ Styttist í að Orri Steinn verði ekki lengur stærsta sala FCK „Líður eins og ég sé hraðari, sterkari og í betra standi en áður“ Enn leikmaður KR en nú lánaður til Lyngby Amorim og Guardiola vilja fyrrum lærisvein þess fyrrnefnda Íþróttamaður HK til liðs við ÍA Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Arnór Ingvi skoraði og lagði upp áður en hann fór meiddur af velli Snýr heim í toppliðið sem dreymir um Bestu Treyja Shilton og medalía Pelé til sölu Man Utd reynir við Sesko en horfir einnig til Chelsea Víkingur mætir líklega Bröndby ef liðið kemst áfram Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Rashford mættur til Barcelona Sjá meira