Krakkarnir þekkja Eygló núna Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. janúar 2016 07:00 Eygló Ósk Gústafsdóttir, íþróttamaður ársins 2015, keppir í kvöld á sínu fyrsta móti á árinu þegar sundmót Reykjavíkurleikanna hefst í Laugardalslaug. vísir/Stefán Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins. Sund Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira
Fyrsti mánuðurinn sem Íþróttamaður ársins hefur verið viðburðaríkur fyrir sundkonuna Eygló Ósk Gústafsdóttur frá því að hún fylgdist með því í gegnum netið frá Karíbahafi þegar hún var kosin Íþróttamaður ársins. Eygló Ósk kom heim fyrir viku úr æfingaferðinni og í kvöld er síðan komið að fyrsta mótinu hennar sem Íþróttamaður ársins þegar keppni hefst á sundmóti Reykjavíkurleikanna í Laugardalslauginni. „Ég er enn þá að venja mig á það að fara að sofa fyrr enda orðin vön því að vera í öðru tímabelti þarna úti. Þetta er allt að koma núna en tekur smá tíma,“ segi Eygló Ósk en klukkan í Guadeloupe er fjórum tímum á eftir þeirri íslensku. Þegar sundkona fer á morgunæfingu fyrir allar aldir þá skipta þessir tímar miklu máli. Verður samt ekki öðruvísi fyrir Eygló að mæta á mót sem ríkjandi Íþróttamaður ársins? „Já og nei. Ég ætla bara að hugsa um þetta sem venjulegt mót,“ segir Eygló jarðbundin og það er að heyra að hún ætli ekkert að slaka á. „Það er búið að vera nóg að gera hjá mér í þessum mánuði og svolítið mikið um viðtöl,“ viðurkennir Eygló en hún kvartar ekki yfir athyglinni. „Athyglin fer bara mjög vel í mig og er bara hvetjandi,“ segir hún létt og bætir við: „Þetta er ekkert að trufla mig við æfingarnar. Ég þarf bara að einbeita mér og hafa hausinn á réttum stað,“ sagði Eygló en það reynir meira á einbeitinguna nú þegar áreitið er miklu meira.Hörkusamkeppni Eygló fær hörkusamkeppni á Reykjavíkurleikunum því heims- og Evrópumeistarinn Mie Nielsen keppir við hana í fjórum greinum. „Við keppum oft saman og við æfum líka stundum saman. Hún er í baksundi eins og ég en er meira fyrir 50 og 100 metra baksundin. Ég er betri í 200 metra baksundinu,“ segir Eygló og Mie þorir ekki í hana í hennar bestu grein. „Hún syndir það ekkert lengur og finnst það ekkert gaman,“ segir Eygló sem hefur margbætt Norðurlandametið í 200 metra baksundinu. „Þó að það sé bara 100 metra mismunur á þessum greinum þá er rosaleg ólíkt að synda þær,“ segir Eygló sem ætlar sér þó að synda allar þrjár baksundsgreinarnar en hún mun keppa við Mie í bæði 50 og 100 metra baksundi og þær eru líka skráðar til leiks í 50 og 100 metra skriðsundi. Auk Mie Nielsen keppir á mótinu danski sundmaðurinn Viktor Bregner Bromer sem varð meðal annars Evrópumeistari í 200 metra flugsundi árið 2014. Eygló hefur verið að kynna Reykjavíkurleikana á síðustu dögum og þar finnur Íþróttamaður ársins fyrir því að nýi titillinn hafi komið henni meira í sviðsljósið. „Ég og systir mín eru búnar að vera að fara í nokkra skóla og kynna Reykjavíkurleikana. Það eru margir krakkar sem þekkja mann og segjast vita hver maður er. Það er mjög gaman og er nýtt fyrir mér,“ segir Eygló en það var einmitt systir hennar, Jóhanna Gerða Gústafsdóttir, sem tók við bikarnum fyrir hennar hönd í hófi Samtaka íþróttafréttamanna.Gaman ef fleiri fylgjast með Fram undan er fyrsta mót Eyglóar á árinu og enn fleiri augu verða örugglega á henni en þegar hún keppti síðast í Laugardalslauginni enda hafa tvö brons á Evrópumóti og útnefning Íþróttamanns ársins bæst á afrekaskrána síðan þá. „Það er samt bara gaman ef fleiri fylgjast með manni í lauginni,“ segir Eygló klár í fyrsta mótið sem Íþróttamaður ársins.
Sund Mest lesið Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Sport Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Golf Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Sport Grealish og Foden líður ekki vel Enski boltinn „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Sport Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Íslenski boltinn Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Mastersmótið, formúlan og úrslitakeppnin Mikil sorg hjá norsku frjálsíþróttafjölskyldunni Rose enn í forystu á Masters en Rory náði erni og er við toppinn Eltihrellir sænsku skíðadrottningarinnar sleppur með sekt og skilorð Tveir létust fyrir fótboltaleik í Síle „Ákváðum að fara út og gefa allt í þetta og sjá hver það myndi leiða okkur“ Njarðvík og ÍR fögnuðu bæði tveimur sigrum í kvöld Falko: Zarko og Matej voru frábærir Uppgjörið: Njarðvík-Álftanes 107-74 | Njarðvíkingar eru enn á lífi Uppgjörið: Breiðablik - Valur 0-1 | Valskonur meistarar meistaranna Grealish og Foden líður ekki vel Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Sævar Atli með fyrsta markið sitt á árinu 2025 Birnir Freyr bætti nítján ára Íslandsmet Arnar Arnarsonar Uppgjör: Stjarnan - ÍR 87-89 | Háspenna þegar ÍR klóraði í bakkann Blótar háum sektum fyrir það að blóta Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Vissi að ég átti miklu, miklu meira inni“ Álftnesingar fengu frábærar fréttir fyrir kvöldið Suður-Ameríka vill 64 lið á HM 2030 svo enginn verði útundan Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Gat ekki haldið lengur í sér og létti á sér á Augusta Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Blikum spáð öðrum titli en stutt stopp hjá nýliðunum Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Fjögur prósent eru bara í fótbolta og langflestar vilja VAR og gervigras Svona var fundurinn fyrir Bestu deild kvenna „Get huggað mig við það að ég var líka heppinn“ Besta-spáin 2025: Sama húsnæði, sama starfsemi Sjá meira