Formaður HSÍ hefur ekki áhyggjur af meintri hignun handboltans Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. janúar 2016 16:45 Guðmundur B. Ólafsson, til vinstri, á blaðamannafundi HSÍ í dag. Vísir/Vilhelm Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“ EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira
Guðmundur B. Ólafsson, formaður HSÍ, segist ekki sammála þeim staðhæfingum sem hafi komið fram í fréttaskýringu Kjarnans á dögunum. Þar ritar Þórður Snær Júlíusson að samband íslensku þjóðarinnar við karlalandsliðið í handbolta virðist vera að rofna í grein sem ber fyrirsögnina „Hin fullkomna hnignun íslensks handbolta“.Sjá einnig: „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Guðmundur tekur fram að hann hafi ekki kynnt sér innihald greinarinnar til hlítar en að hann sé ekki sammála því að áhugi íslensku þjóðarinnar á landsliðinu sé að minnka. „Miðað við það sem ég hef heyrt látið af þessum skrifum er ég algjörlega ósammála þeim. Við sjáum alla umræðuna um handboltann og á forsíðu Fréttablaðsins á miðvikudag að þjóðin tekur þetta nærri sér. Þetta er þjóðaríþrótt og menn vilja veg hennar sem mestan,“ segir Guðmundur. „Það að tala um hnignun er einfaldlega ekki rétt,“ bætir hann við.Kórinn í Kópavogi. Ein af mörgum knattspyrnuhöllum sem hafa risið á Íslandi.vísir/pjeturSnýst um fjármagn Í grein Kjarnans var bent á þá miklu uppbyggingu sem hefur átt sér stað innan knattspyrnunnar á undanförnum árum en Guðmundur segir varasamt að bera saman íþróttir á slíkan hátt. „Alls staðar í heiminum hefur knattspyrnan yfir svo miklum fjármunum að ráða að aðrar íþróttagreinar valda því ekki að vera í beinni samkeppni við fótboltann.“ „Ég er sannfærður um að velgengni knattspyrnunnar á Íslandi sé knattspyrnuhöllunum að þakka. En það munar gríðarlega miklu á þeim fjármunum sem við höfum að spila úr miðað við KSÍ. Ætli að hagnaðurinn hjá KSÍ sé svipaður og heildarvelta okkar.“ „Auðvitað snýst þetta um fjármagn og við myndum vilja hafa þjálfara í fullu starfi til að hlúa betur að starfi okkar í yngri flokkum og afreksstarfi. Við höfum verið að setja pening í það og teljum að það sé strax byrjað að skila árangri,“ segir Guðmundur bendir á góðan árangur U-19 ára liðs Íslands.Aron Pálmarsson ræðir við ungan áhugamann um handbolta.Vísir/DaníelKrakkar þurfa að velja fyrr Guðmundur segir að það hafi verið áður algengt að krakkar stunduðu fleira en eina íþrótt en að það kunni nú að vera breytast. „Það sem hefur breyst frá því að ég var sjálfur ungur í íþróttum er að það er nú meiri pressa frá fótboltanum að krakkarnir velji fyrr á milli íþrótta.“ „Fótboltinn er nú heilsársíþrótt en þannig var það ekki áður. Fótboltinn var áður á sumrin og handboltinn yfir veturinn. Það þýðir kannski að brottfallið verður fyrr heldur en var áður. Ég tel þetta slæma þróun því að ég tel að okkar besta íþróttafólk hafi verið gott í fleiri en einni íþróttagrein.“ Hann bendir á að það þurfi að bregðast við því hvernig alþjóðahandbolti er að þróast. „Við finnum fyrir því að líkamsstyrkur í handboltanum er að breytast. Andstæðingar okkar eru að verða stærri og sterkari og við þurfum að mæta því með því að styrkja okkar ungmenni og gera þau burðugri til að takast á við slíka andstæðinga. Það er sú þróun sem við þurfum að bregðast við.“
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Handbolti Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Handbolti Algjör upplausn í úrslitaleik Afríkukeppninnar: „Farsakennt“ Fótbolti Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Handbolti Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið Handbolti Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Handbolti EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Handbolti „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Handbolti Í beinni: Real Sociedad - Barcelona | Án Orra reyna þeir að skáka Börsungum Fótbolti Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Handbolti Fleiri fréttir Miðar á milliriðil Íslands rjúka út: „Mikilvægt að tryggja sér miða strax“ Skýrsla Vals: Haukur í horni Gefur Snorra toppeinkunn: „Gríðarleg pressa á honum“ Sigur Ungverja stillir upp úrslitaleik við Ísland um toppsætið EM í dag: Stóra Hauks Þrastar leiknum fagnað með pylsuveislu Skandall á EM í handbolta: „Hefði aldrei átt að gerast“ Eiga vart orð yfir mögnuðum árangri Færeyja: „Algjörlega einstakt“ Snorri eftir stórsigur: „Í þessari stemningu og höll þarf ég ekki að segja mikið“ „Er í góðu standi og klár í hvað sem er“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Póllandi: Velkominn Haukur og Ýmir í vígahug Tölfræðin á móti Póllandi: Gísli með ellefu stoðsendingar Elliði svaraði fyrir slæman leik: „Skiptir meira máli að vinna en að ég spili vel“ Sögulegur færeyskur stórsigur á EM Uppgjörið: Pólland - Ísland 23-31 | Önnur hindrun yfirstigin Svona var stuðið fyrir leik í Kristianstad „Hef verið í handbolta í þúsund ár en hef aldrei séð neitt þessu líkt“ Haukur Þrastar: Pólverjarnir eru komnir með sterkan kjarna Snorri Steinn: Erum komnir með meira í vopnabúrið Stærsta stund strákanna okkar Andri einn og yfirgefinn: „Held ég hafi sloppið“ Undrandi á skrýtinni stöðu: „Þetta er bara ekki að virka“ Alfreð tekur á sig sökina: Gagnrýndur óbeint af leikmanni Norðmenn áfram í milliriðla Stór mistök Alfreðs reyndust Þjóðverjum dýrkeypt Átta íslensk mörk í svekkjandi tapi Króatar Dags lentu í kröppum dansi í fyrsta leik á EM Valur aftur á topp Olís deildarinnar EM í dag: Draugabærinn Kristianstad og söguleg strætóferð Einar enn í einangrun en aðrir ferskir Pólverji dæmdur í tveggja leikja bann og verður ekki með gegn Íslendingum Sjá meira