„Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 10:15 Guðjón Valur Sigurðsson í leik með íslenska landsliðinu á EM í Póllandi. Vísir/Valli Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Þórður Snær Júlíusson, ritstjóri Kjarnans, ritaði langan pistil um íslenska karlalandsliðið í handbolta sem birtist í gær á fréttavef miðilsins. Þar segir hann að „gullaldartímabili“ íslensks handbolta hafi liðið undir lok þegar Ísland tapaði fyrir Króatíu á EM í Póllandi á þriðjudagskvöldið. Hann segir að allt frá Evrópumeistarmótinu 2002 hafi „handboltaáhorf í janúar verið jafn reglulegur viðburður og jól, páskar og rigning í júní.“ En að eitthvað hafi breyst í aðdraganda EM í Póllandi og áhuginn verið „einhvern veginn miklu minni.“ Þórður Snær segir að staða íslensks handbolta sé slæm og að það séu fjölmargar ástæður fyrir því. Mögulega sé ein sú að handboltahreyfingin hafi ekki staðið sig nægilega vel í að tryggja aðstæður og umgjörð.Sjá einnig: Gjaldþrotið gegn Króötum setur framtíð landsliðsins í uppnám „Líklegra er þó að helsta ástæðan sé sú að Íslendingar eru bara orðnir miklu betri í öðrum íþróttum. Nú á Ísland karlalið á lokakeppnum í tveimur vinsælustu íþróttagreinum heims og þjóðin þarf ekki að sameinast um jaðaríþróttina handbolta til að vonast eftir íþróttalegri upphefð á alþjóðavettvangi,“ ritar Þórður Snær. Hann segir a handboltaiðkun á Íslandi hafi minnkað vegna uppgangs knattspyrnunnar á Íslandi, sérstaklega yfir vetrarmánuðina eftir að knattspyrnuhallir, gervigras- og sparkvellir hafi rutt sér til rúms. Þá hafi verið stóraukin fjárfesting í knattspyrnuþjálfurum á Íslandi og að tekjur KSÍ séu miklu meiri en öll önnur sérsambönd Íslands til samans.Sjá einnig: Uppbygging landsliðsins gæti tekið tíma Þórður Snær vísar í úttekt á síðunnni biggestglobalsports.com þar sem fram kemur að handbolti sé í 25. sæti yfir vinsælustu íþróttir heims og að nýleg úttekt Viðskiptablaðsins sýni mikinn mun á tekjum bestu knattspyrnumanna Íslands og bestu handboltamanna þjóðarinnar. „Það tekur Gylfa Sigurðsson, tekjuhæsta íþróttamann íslensku þjóðarinnar, tvo mánuði og átta daga að þéna það sem Aron [Pálmarsson] og Guðjón Valur [Sigurðsson] þéna til samans á einu ári,“ ritar Þórður Snær í kafla undir millifyrirsögninni „Handbolti er illa launuð jaðaríþrótt“.Pistilinn allan má lesa hér.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Handbolti Saliba við Hjörvar: „Ekki víti og ég hafði engar áhyggjur“ Enski boltinn „Dómararnir misstu af höggi í maga Ómars Björns“ Fótbolti Skaut guðföður sinn í augað og gæti misst leyfið Sport „Maður þurfti kvíðalyf síðustu mínúturnar“ Íslenski boltinn „Kærkominn sigur eftir þunga daga“ Fótbolti Fernandes við Hjörvar: „Mistök okkar allra“ Enski boltinn Óvænt tap Atlético í fyrsta leik Fótbolti Axel Óskar: „Fáir leiðinlegir leikir hér fyrir áhorfendur“ Íslenski boltinn Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn Fleiri fréttir „Upplifi þetta mál sem fjölskylduharmleik“ Misstu Egypta fram úr sér í seinni hálfleik ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Unnu Ungverja og spila við heimamenn um fimmta sætið á HM Kári Kristján spilar aldrei aftur fyrir ÍBV Sárt tap gegn Dönum á HM Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Ævintýralegar lokasekúndur tryggðu Ísland í átta liða úrslit Slóvenskt undrabarn skoraði 23 mörk gegn Noregi Tap setur Ísland í erfiða stöðu Stelpurnar unnu Noreg á EM og tryggðu sér sautjánda sætið Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Leika um 17. sætið á EM eftir sigur á Austurríki Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Sjá meira
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn
Uppgjörið: Breiðablik - FH 4-5 | Bragi breytti leiknum og Blikar sitja eftir í sárum Íslenski boltinn