Árni Páll segir samning um sjúkrahótel hafa verið sniðinn að þörfum eigenda en ekki þjóðarinnar Aðalsteinn Kjartansson skrifar 24. janúar 2016 14:40 „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ spyr Árni Páll. Vísir/Pjetur „Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum. Stjórnmálavísir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Engin vitræn þjónustuskilgreining liggur samningnum til grundvallar og hagsmunir eigenda hótelsins en ekki almennings eru í fyrirrúmi,“ segir Árni Páll Árnason, formaður Samfylkingarinnar, um uppsögn á þjónustusamningi um sjúkrahótelið í Ármúla í nýjum pistli. Samningi á milli Heilsumiðstöðvarinnar og Sjúkratrygginga Íslands var nýverið sagt upp af hálfu hóteleigendanna. Árni Páll bendir á í pistlinum að engin krafa hafi verið gerð um hjúkrunarþjónustu á hótelinu heldur hafi aðeins verið gerður samningur um hótelherbergi og fæði. Landspítalinn þurfi sjálfur að sjá um sjúkraþjónustuna sem áður var gert á sjúkrahótelinu sem spítalinn rak. Gagnrýnir hann þetta fyrirkomulag harðlega og segir: „Sú þjónusta nýtist Landspítalanum ekki neitt, því ef hægt væri að útskrifa fólk af spítalanum heim til sín án hjúkrunarþjónustu væri það auðvitað þegar gert, ríkissjóði að kostnaðarlausu.“ Árni Páll segir þó ámælisverðast sé að hótelið ráði því hverjir fá inn á hótelinu samkvæmt samningnum en ekki Landspítalinn. „Ef Landspítalinn er að springa undan álagi, eins og þessar vikurnar, getur hóteleigandinn samt sagt nei. Hann tekur sjúklinga bara inn á hótelið til uppfyllingar, þegar ekki er hægt að leigja til túrista,“ segir hann. Samningurinn sé því sniðinn að þörfum eigenda sjúkrahótelsins en ekki þjóðarinnar „Hvaða hóteleigandi vill ekki vera í aðstöðu til að láta ríkið borga hjá sér öll þau herbergi sem annars standa tóm?“ Árni Páll furðar sig á því að Kristján Þór Júlíusson heilbrigðisráðherra vilji gera nýjan svona samning; hann hafi verið til skammar og gengið gegn meginmarkmiðum laga um sjúkratryggingar. „Við ættum satt að segja að nota nú tækifærið og koma, með lagabreytingu, alfarið í veg fyrir að hægt sé að semja við fjárfesta sem reka fyrirtæki í hagnaðarskyni um framkvæmd spítalaþjónustu við veikt fólk,“ segir Árni Páll í pistlinum.
Stjórnmálavísir Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira