Ekkert eðlilegt við að aðrir brjóti mann niður Guðrún Ansnes skrifar 25. janúar 2016 09:00 Sylvia er hlaðin hæfileikum, en hún skapar á fjölmörgum sviðum. Smáforrit og fleira er í pípunum. Vísir/Stefán „Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar. Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
„Textinn snýst í grunninn um að það hefur enginn leyfi til að koma illa fram við neinn, það hefur enginn fengið neitt leyfi til að brjóta neinn niður og festa fólk í einhverjum aðstæðum sem maður hefur ekki áhuga á að vera í,“ segir hin unga og rísandi söngkona Sylvia Erla Melsted, sem á dögunum sendi frá sér lagið Gone sem hún vann í samstarfi við StopWaitGo smellamaskínuna sem gerði textann og melódíuna í laginu og Lárus Örn sem sá um bítið. „Meiningin í þessum texta er mjög ýkt dæmi um hvernig á ekki að láta koma fram við sig. Ef maður lendir í aðstöðu þar sem sífellt er verið að brjóta á manni, þá skiptir öllu máli að taka af skarið og fara. Að vera sterkur og standa með sjálfum sér.“ Aðspurð hvort textinn sé innblásinn eða tilkominn út frá hennar eigin reynslu svarar hún: „Ég byggi þetta ekki á minni reynslu, en auðvitað hef ég lent í ýmsu, sem hefur kennt mér mikið og gert mig sterkari og að þeirri manneskju sem ég er í dag. Það hefur enginn rétt á því að láta annarri manneskju líða illa, andlegt ofbeldi er ekki í boði.“ Líkt og áður segir höfðu drengirnir í StopWaitGo aðkomu að laginu, en Sylvia fékk þá til að sjá um textasmíðarnar fyrir hana. „Ég fór til þeirra og sagði þeim hvað ég vildi að textinn myndi segja, en ég hafði átti í erfiðleikum með að koma þessu frá mér. Þeir náðu þessu alveg og komu með nákvæmlega það sem sem ég vildi,“ útskýrir hún alsæl, en sjálf segist hún gríðarlega upptekin af textum í lögum. „Það er þannig að ég legg rosalega mikið upp úr textum og ég syng ekki texta ef ég tengi ekkert við hann. Það virðist oft þannig að fólk hlusti ekkert sérstaklega á textana heldur aðallega á hvernig lagið hljómar. Ég hlusta alltaf á textana, því það er alltaf saga á bak við textann, og fyrir mig skiptir hún meira máli en bítið. Þetta lag er öðruvísi og ég er rosalega ánægð með það,“ segir hún einlæg.Hyggst Sylvia svo fylgja laginu eftir með myndbandi? „Þar verður mikill dans og ætlar Stella Rósenkranz að sjá um alla kóreógrafíuna. Ég byrjaði í dansi ung, og var þá hjá Birnu Björns og síðan hjá Stellu Rósenkranz, og hún sá til að mynda um sporin fyrir mig í undankeppni Eurovision fyrir þremur árum.“ Verður vart hjá komist að spyrja hana út í hvort hún sjái ekki fyrir sér að reyna aftur við undankeppni Eurovision. „Ég er með lag, sem ég fékk sent frá Svía eftir að ég tók þátt síðast og ég er rosalega hrifin af textanum. Mig langar mikið að syngja þetta lag, en höfundurinn vill einungis að það fari í Eurovision. Svo ég gæli stundum við að taka þátt,“ segir hún og bætir við að ekki hafi verið mögulegt fyrir hana að íhuga þátttöku í ár, enda með gríðarlega margt á sinni könnu. „Ég hef gaman af því að skapa. Ég er á fullu að vinna í músíkinni, ég er með app í vinnslu núna, og verkefni í samstarfi við Sagafilm sem mun koma í ljós á næstunni, auk þess sem ég ætla að útskrifast úr Verzló í vor, það verður mikill léttir.“ Fyrir áhugasama er hægt að fylgjast með þessari rísandi stjörnu á fésbókarsíðu hennar.
Tónlist Mest lesið Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Lífið Hagaskóli vann Skrekk Lífið Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Lífið Einhleypan: „Borða, ríða, elska“ Makamál Galvaskar á Gugguvaktinni Lífið Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Lífið Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Lífið Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví Leikjavísir Fiskikóngurinn kominn í gufuna Lífið Fleiri fréttir Hagaskóli vann Skrekk Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Gelluorkan í hæstu hæðum á Gugguvaktinni Sjá eftir að hafa beint börnum á klámsíðu Crocs skór nú einnig fyrir hunda Fiskikóngurinn kominn í gufuna Hlýleg hönnunarperla eftir Rut Kára í Mosó Steindi á æfingu hjá versta fótboltaliði Lundúna Viðkvæmur drengur sem var á brjósti til fimm ára aldurs og farinn að reykja Stjörnulífið: „Einhver þarna uppi heldur með mér“ Frægir flugfreyjubúningar í útgáfuhófi Loftleiðabókar Hrafnhildur hafnaði í öðru sæti í Miss Earth Þrjár íslenskar kvikmyndir hlutu verðlaun í Þýskalandi Krakkatía vikunnar: Handbolti, eldgos og Alþingi Glæsileg folaldasýning í Skálakoti undir Eyjafjöllum Bein útsending: Vikulöng þrekraun Einars Nammimaðurinn er allur Lifa hægara lífi í New York en á Íslandi Málningartrönur á miðri götu Berlínar breyttu gangi sögunnar Fréttatía vikunnar: Bubbi, Airwaves og kosningar Beyonce, Charli xcx og Kendrick Lamar sópa að sér tilnefningum „Sigmundur Davíð gerði ekki shit þegar hann var forsætisráðherra“ Rómantík í loftinu hjá Sveindísi Jane Fagnar átta árum án hugbreytandi efna Hlustar á Taylor Swift og elskar The Kardashians Skotheldar hugmyndir fyrir feðradaginn Niðurgangurinn á Þingvöllum þaggaður niður Tæki Brynjar Níels með í bústaðinn „Hann kemur inn með algerlega einstakt sánd“ Stóð með sjálfri sér og ekki talað við pabba sinn síðan 2015 Sjá meira
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið
Simon og Garfunkel ná sögulegum sáttum: „Ég grét þegar hann sagði hversu mikið ég hefði sært hann“ Lífið