Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2016 15:30 Dagur Sigurðsson er í miklum meiðslavandræðum með sitt lið. vísir/epa Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Tók tíuna af Messi og sló met Maradona Fótbolti Ótrúleg breyting á skrautlegum stjóra: Misst fjörutíu kíló á hálfu ári Enski boltinn Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Körfubolti Yankees heiðruðu Charlie Kirk Sport Flugu inn á HM þrátt fyrir átta markalaus jafntefli Fótbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Dagskráin í dag: Úrslitastund fyrir ÍA Sport Ofurtölvan telur Liverpool líklegast til að vinna Meistaradeildina Fótbolti Telur ólíklegt að Kawhi eða Clippers verði refsað Körfubolti Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Körfubolti Fleiri fréttir Ómar Ingi fór áfram hamförum Engin vandamál hjá Arnari Birki og félögum Óðinn markahæstur á vellinum Rétthentu landsliðshornamennirnir í stuði Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Birna Berg snýr aftur í landsliðið og tveir nýliðar Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Donni og félagar örugglega áfram í Evrópudeildinni Nýliðar KA/Þórs byrja með sigri Langþráð hjá Melsungen Viggó markahæstur í eins marks tapi KA lagði nýliðana á Selfossi Stórleikur Söndru tryggði ÍBV sigur Hófu titilvörnina með sigri og Sara með stórleik á Ásvöllum „Verður ekki meira svekkjandi en þetta“ Ómar Ingi skyggði á Gidsel Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni Elín Klara markahæst í risasigri Nýliðarnir byrja á góðum sigri Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Fram byrjar tímabilið á sterkum útisigri í Kaplakrika Íslendingarnir tryggði Gummersbach sigur Ómar Ingi með sex marka forskot á Gidsel „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Aron hefur engan áhuga á að þjálfa Sjá meira
Uppgjörið: Stjarnan - Minaur Baia Mare 26-27 | Stjarnan féll úr leik á grátlegan hátt eftir vítakastkeppni