Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2016 15:30 Dagur Sigurðsson er í miklum meiðslavandræðum með sitt lið. vísir/epa Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira
Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti „Ég held að þetta hafi ekki verið kveðjustund“ Enski boltinn Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Golf Salah lagði upp í endurkomunni en Ekitike sá um mörkin Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Salah snýr aftur eftir sáttafundinn Enski boltinn Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna Körfubolti Kærasta Haaland hefur fengið nóg Enski boltinn Ian Rush lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Fleiri fréttir Íslendingaliðin unnu öll og skipa sér í þrjú efstu sætin Bjarki Már raðaði inn mörkunum í seinni hálfleik Stelpurnar okkar mættar aftur í Olís deildina Forsetinn mætir ekki á úrslitaleik HM kvenna Leik lokið: Haukar - KA/Þór 35-20 | Þriggja leikja taphrinu lokið með fimmtán marka sigri Gerir miklar kröfur til sjálfs síns: „Það má aldrei slaka á“ Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Algjörir yfirburðir Noregs halda áfram Langri þrautagöngu Þýskalands lokið Boða uppsagnir hjá Íslendingaliðinu Rúnar snýr aftur í þýsku úrvalsdeildina „Þetta var afleitt, ég segi bara afsakið“ „Má ekki gleyma kónginum á Akureyri“ Haukur í ham gegn sveinum Guðjóns Vals Framarar hefndu loks með stórsigri KA - Afturelding 22-28 | Öruggt hjá gestunum á Akureyri Gísli meiddist en fór aftur inn á völlinn: „Þurfti að tala læknana svolítið til“ Orri með þrjú mörk er Sporting sendi skýr skilaboð Danir úr leik á HM Taphrina HK á enda eftir dramatískar lokasekúndur Tíu íslensk mörk er Magdeburg vann Melsungen Haukar jafna Val að stigum á toppi deildarinnar FH sótti sigur í greipar ÍBV og Valur vann spennutrylli Benedikt með fjögur mörk í öruggum sigri Holland áfram í undanúrslit og mætir Noregi Norska landsliðið flaug áfram í undanúrslit Stórleikur Birgis Steins í sex marka sigri Fjögur mörk Elvars dugðu skammt í þungu tapi Þýska stálið flaug áfram í undanúrslit Sjá meira