Fótbolti

Infantino þakkar KSÍ fyrir stuðninginn

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Gianni Infantino vill verða næsti forseti FIFA.
Gianni Infantino vill verða næsti forseti FIFA. vísir/getty
Eins og kom fram í Fréttablaðinu í síðustu viku styður Knattspyrnusamband Íslands Gianni Infantino, framkvæmdastjóra FIFA, í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins sem fram fer 26. febrúar.

Infantino er í framboði ásamt fjórum öðrum; Jerome Champagne frá Frakklandi, Ali bin al-Hussein frá Jórdaníu, Tokyo Sexwale frá Suður Afríku og Salman bin Ebrahim al-Khalifa frá Barein.

Einn af þeim verður eftirmaður Sepps Blatters sem var á dögunum dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af fótbolta. Sá spillti Svisslendingur hefur verið forseti FIFA síðan 1998.

„Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA,“ sagði Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ, um Infantino við Fréttablaðið, en hann hefur verið framkvæmdastjóri FIFA síðan 2009.

Infantino deilir grein Vísis á Twitter-síðu sinni og þakkar íslensku knattspyrnuforystunni stuðninginn.


Tengdar fréttir

FIFA hefur yfirgefið mig

Sepp Blatter, brottrekinn forseti FIFA, vorkennir sjálfum sér í nýju viðtali við þýskt tímarit.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×