KSÍ styður Infantino til forseta FIFA Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 21. janúar 2016 07:00 Gianni Infantino er þekkt andlit í evrópsku knattspyrnuhreyfingunni. vísir/afp Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“ FIFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Geir Þorsteinsson og stjórn KSÍ hafa ákveðið að kjósa Gianni Infantino í forsetakjöri Alþjóðaknattspyrnusambandsins, FIFA, þann 26. febrúar. Þetta staðfesti Geir í samtali við Fréttablaðið í gær. „Við þekkjum mjög vel til starfa hans sem framkvæmdastjóra UEFA [Knattspyrnusambands Evrópu],“ segir Geir en því starfi hefur Infantino gegnt síðan 2009. „Hann nýtur mikillar virðingar innan UEFA.” Geir segir að ákvörðunin hafi í raun verið auðveld. „Hann er sá maður sem stendur okkur næst og er að okkar viti mjög góður maður. Við þurftum ekki miklar sannfæringar.“ Fimm eru í framboði en Infantino er annar tveggja Evrópumanna og sá eini sem er nú starfandi í UEFA. Hann ákvað að bjóða sig fram eftir að Michel Platini, sem enn er forseti UEFA, var dæmdur í bann.”Miklir hagsmunir fyrir Evrópu Geir segir mikilvægt að staðinn verði vörður um sjónarmið knattspyrnusambanda í Evrópu innan FIFA og að það sér stærsta ástæðan fyrir stuðningnum við Infantino. „Það er auðvitað mikilvægt og jákvætt að knattspyrnan verði áfram þróuð um allan heim en það eru hins vegar miklir hagsmunir í húfi fyrir Evrópuþjóðirnar,“ segir Geir sem hefur hitt alla fimm frambjóðendurna að máli. „Ég hef kynnt mér stefnuskrá hans og þau málefni sem hann stendur fyrir hugnast okkur vel,“ segir Geir enn fremur.Platini og Infantino voru nánir samstarfsmenn hjá UEFA.Vísir/AFPVill fjölga liðum á HM Meðal þess sem mikið hefur verið rætt um er framtíð heimsmeistarakeppninnar. Infantino hefur sagt að hann vilji fjölga liðum í lokakeppni HM úr 32 þjóðum í 40. „Það er mikill þrýstingur um að fjölga liðum á HM til að fleiri lið komist að. Það var sami þrýstingur á UEFA áður en liðum á EM var fjölgað [úr 16 í 24],“ segir Geir. Hann segir að þessi þrýstingur snúist ekki síst um að koma fleiri liðum frá öðrum heimsálfum en Evrópu að á HM. Það sé nú þegar vilji að koma fleiri liðum að á kostnað Evrópuþjóða, sem í dag eiga 13 fulltrúa í hverri heimsmeistarakeppni.Sjá einnig: Vill fá 40 þjóða HM „Evrópa vill ekki sjá eftir þessum sætum á HM enda sýnir lokastaðan á HM hverju sinni að Evrópa á fullan rétt á þeim,“ segir Geir en lausn Infantino er að fjölga liðum á HM til að sætta öll sjónarmið. Evrópa fengi samkvæmt hans áætlunum fjórtán sæti á 40 liða HM. „Það þarf líka að huga að keppninni sjálfri enda risastór viðburður sem nýtur gríðarlegra vinsælda. Þetta myndi öruggleg auka tekjur FIFA af keppninni. Að sama skapi má ekki gleyma að á hinum endanum eru félögin sem líta ekki á það sem jákvætt að HM lengist og stækki,“ segir Geir.Geir Þorsteinsson, formaður KSÍ.Vísir/AFPBann Platini áfall Michel Platini var ásamt Sepp Blatter, fráfarandi forseta FIFA, dæmdur í átta ára bann frá afskiptum af knattspyrnu vegna greiðslu sem FIFA greiddi Platini árið 2011. Það var að sögn þeirra fyrir störf sem Platini vann fyrir FIFA og Blatter frá 1999 og 2002 en hins vegar eru engin gögn til sem styðja það. Geir segir að það hafi verið mikið áfall að sú mikla umræða um spillingu innan FIFA sem verið hefur undanfarin ár hafi teygt anga sína inn í UEFA og alla leið til forseta sambandsins.Sjá einnig: Sepp Blatter og Michel Platini dæmdir í átta ára bann „Það var mikið áfall að sjá hversu víðtæk spillingin var í FIFA. Við á Norðurlöndunum höfum rætt um hversu stórtækt vandamál væri í löndum Suður- og Mið-Ameríku eins og komið hefur í ljós,“ segir Geir sem vill ekki meta hvort dómurinn sem Platini fékk hafi verið réttlátur. „Við fengum kynningu á þessum munnlega samningi. Eitt er að það sé til munnlegur samningur og svo annað mál að það hafi ekki verið upplýst um greiðsluna þegar hún var loks innt af hendi,“ bætir hann við. Hann óttast ekki að Infantino sé smitaður af þeirri umræðu sem verið hefur um spillingu innan forystumenn knattspyrnuhreyfingarinnar.Sjá einnig: FIFA hefur yfirgefið mig „Ég trúi því að þar fari stálheiðarlegur maður og við höfum ekki ástæðu til að ætla neitt annað. Hann er einn reyndasti og færasti stjórnandinn í knattspyrnuheiminum – er inni í öllum málum og ótrúlega klókur.“
FIFA Mest lesið Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti Umfjöllun: Ísland - Argentína 30-21 | Strákarnir okkar lifa í voninni Handbolti Gengst við því að hafa gert mistök Handbolti Fyrirliðinn leyfir sér ekki að vona: „Ég held að við séum bara búnir“ Handbolti Umfjöllun: Króatía - Ísland 32-26 | Hjálp Slóvenar! Við klúðruðum þessu Handbolti Loforð Slóvena: Ætla að eyðileggja partýið hjá nágrönnum sínum Handbolti Ótrúlegt atvik á HM: Þjálfari Dana hrinti boðflennu sem dreifði rusli Handbolti Eina tapið svíður enn: „Við vorum „outcoachaðir“ á öllum sviðum“ Handbolti Hvernig kemst Ísland áfram? Handbolti Sjáðu markið sem hefði bjargað Íslandi á HM Handbolti Fleiri fréttir Segir VAR ekki hafa þorað að snupra Oliver Lék ungan Messi og fer nú á kostum með argentínska landsliðinu Nainggolan handtekinn vegna rannsóknar á kókaínsmygli Þjálfari AC Milan um lætin í gær: Þetta er ekki kirkja Fékk gult spjald fyrir að herma eftir mávi Neymar á leið heim í Santos „Cole, Pep var að spila með þig“ Fékk rautt spjald fyrir að slá eigin liðsfélaga Vill ekki halda áfram eftir komu Freys Amorim segist nota 63 ára markmannsþjálfara sinn frekar en Rashford Markaskorarinn Martínez: Ég var heppinn Börsungar skoruðu sjö Albert og félagar unnu loks leik Martínez hetja Rauðu djöflanna Dagný kom inn af bekknum í mikilvægum sigri Eftir sjö töp í röð tókst Leicester að vinna Tottenham Steinþögðu og sköpuðu skrýtið andrúmsloft á San Siro Karólína hóf árið á stoðsendingu „Ég mun ekki skipta um skoðun á aðeins tveimur mánuðum“ Napoli fyrst til að leggja Juventus að velli Þrenna Mbappé sökkti Valladolid Bournemouth fór illa með Forest Varamaðurinn Calafiori óvænt hetja Arsenal Stefán Teitur með sitt fyrsta mark og Jón Daði hættir ekki að skora Komu til baka eftir skelfilega byrjun Gakpo með tvö og Liverpool í toppmálum Leverkusen tapaði mikilvægum stigum Einbeittur brotavilji Víkinga Rúnari Alex sagt að finna sér nýtt félag Í beinni: Wolves - Arsenal | Skytturnar mega ekki við því að misstíga sig Sjá meira
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti
Uppgjörið: Króatía - Slóvenía 29-26 | Dagur stýrði Króötum til sigurs og sendi strákana okkar heim Handbolti