Aldrei selst fleiri Lamborghini Finnur Thorlacius skrifar 26. janúar 2016 14:12 Lamborghini Huracán. Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar. Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent
Í fyrra seldi ítalski bílaframleiðandinn Lamborghini fleiri bíla en nokkurntíma áður. Ekki teldist salan þó mikil í samanburði við marga aðra bílaframleiðendum, en heildarsalan var 3.245 bílar. Það er þó gott betur en árið áður en þá seldust 2.530 bílar, sem einnig var met. Það þýðir 28,3% aukning í sölu milli ára og þeirri aukningu náðu fáir bílaframleiðendur í fyrra. Árið í ár lítur einnig vel út og nýlega bætti Lamborghini við 30 starfsmönnum svo mögulegt verði að hafa við eftirspurn eftir bílum þeirra. Í fyrra réði Lamborghini 150 nýja starfsmenn og fór þá starfsmannafjöldinn uppí 1.300 manns. Næstu ár er gert ráð fyrir því að Lamborghini muni bæta við 500 starfsmönnum og að verksmiðjur þess muni stækka úr 80.000 fermetrum í 150.000. Nú framleiðir Lamborghini aðeins bílgerðirnar Aventador og Huracán en mun bæta nýrri bílgerð við árið 2018, þ.e. jeppa og fær hann heitið Urus. Þegar hann verður kominn til sögunnar áætlar Stephan Winkelmann, forstjóri Lamborghini, að fyrirtækið selji 5-6.000 bíla á ári. Lamborghini er eitt af fjölmörgum bílamerkjum innan Volkswagen bílasamstæðunnar.
Mest lesið Sérsveitin kölluð út í miðbæ Akureyrar Innlent Önnur sprunga opnast Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Mælirinn fullur hjá rekstraraðilum í Grindavík sem ætla í hart Innlent Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Innlent Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Innlent Trump kærir fjölmiðlaveldi fyrir ærumeiðingar Erlent Upplifa eitthvað nýtt og eignast nýja vini Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent