Ríkið vill svipta flugvirkja Samgöngustofu samningsréttinum Heimir Már Pétursson skrifar 26. janúar 2016 18:40 Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum. Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira
Ríkið vill svipta flugvirkja hjá Samgöngustofu, sem verið hafa í verkfalli í hálfan mánuð, verkfallsréttinum. Þeir hafa verið samningslausir í 27 ár og krefjast engra launahækkana. Ekkert eftirlit er með íslenskri flugstarfsemi í verkfallinu sem getur haft áhrif á stöðu hennar samkvæmt alþjóðasamningum. Flugvirkjar hjá Samgöngustofu hafa verið án kjarasamnings í 27 ár en fyrir 24 árum úrskurðaði félagsdómur að ríkinu bæri að gera við þá kjarasamning. Það hefur hins vegar ekki verið gert. Rúnar Sighvatsson flugvirki, sem situr í samninganefnd, segir að Flugmálastjórn, forveri Samgöngustofu, hafi samþykkt á sínum tíma að greiða flugvirkjunum sambærileg laun og aðrir flugvirkjar hjá ríkinu, sem starfa hjá Landhelgisgæslunni, hafa. „Sá samningur var gerður árið 1997 og hefur verið í gildi í 19 ár. Þeim samningi hefur ríkið nú sagt upp. Þannig að við erum bæði launasamningslausir við ríkið og kjarasamningslausir,“ segir Rúnar.Hver er ykkar meginkrafa?„Að fá kjarasamning við ríkið í kring um þau kaup og kjör sem við erum þegar með í dag. En það þarf að útlista önnur atriði en bara launin í kjarasamningnum.Það er okkar krafa,“ segir Rúnar. Hann og félagar hans séu því ekki að fara fram á neina launahækkun.Verkfall flugvirkja hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar.Vísir/GVAEn á þessa kröfu hlustar ríkið ekki og hefur nú einhliða ákveðið að lækka laun flugvirkjana og setja þá frá og með 15. febrúar næst komandi á lista yfir hópa sem mega ekki fara í verkfall. En yfirstandandi verkfall hefur staðið frá 11. janúar án eiginlegra samningafunda.Launalausir í verkfallinu„Við munum vera í verkfalli eins lengi og við þurfum. Við erum að færa miklar fórnir. Það er enginn verkfallssjóður og við erum kauplausir. Við færum persónulega miklar fórnir eins og iðnaðurinn. En við munum standa þetta eins lengi og við þurfum,“ segir Rúnar. Verkfallið hefur nú þegar haft áhrif á starfsemi Flugfélags Íslands sem er að skipta út Fokker flugvélum sínum fyrir nýlegar Bombardier Q-400 flugvélar. En félagið hefur nú þegar tvær Bombardier Q 200 flugvélar í flota sínum.Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands. Vísir/GVAFlugfélagið hafði áætlað að taka þrjár Bombardier Q 400 flugvélar í notkun á næstu mánuðum. En ekki tókst vegna verkfallsins að fljúga fyrstu flugvélinni milli flugvalla í Bretlandi í málningu í síðustu viku vegna skorts á leyfum. „Þannig að þetta er nú þegar farið að hafa áhrif á okkar rekstur,“ segir Árni Gunnarsson, framkvæmdastjóri Flugfélags Íslands.Ef þetta verkfall dregst um nokkrar vikur, hvað þýðir það fyrir ykkur?„Það þýðir að innleiðingaráætlun okkar er í uppnámi. Það getur haft, þegar líður á vorið, veruleg áhrif á okkar flugáætlun,“ segir Árni og þá er ótalinn sá kostnaður sem því myndi fylgja. Verkfallið tefur þjálfun áhafna og flugvirkja og innleiðingu viðhaldsáætlana. Áhrifin ná einnig til nýskráninga fimm nýrra flugvéla hjá Wow Air og einnar hjá flugfélaginu Erni. Ísland er aðili að Flugöryggisstofnun Evrópu sem gerir íslenskum rekstraraðilum flugvéla og viðhaldsstöðva kleift að starfa um alla Evrópu. Sú stofnun hlýtur að gera athugasemdir fljótlega ef ekkert opinbert eftirlit er með viðhaldsstöðvum og flugfélögum á íslenskum leyfum.
Verkfall 2016 Mest lesið Dorrit rænd í Lundúnum Innlent Rannsaka mannslát í Kópavogi Innlent Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Innlent Fundurinn afkastamikill en mikið verk fyrir höndum Erlent Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Innlent Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Innlent Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innlent Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Erlent Öflugur jarðskjálfti í Bárðarbungu Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Hikuðu ekki þegar tækifærið gafst að opna verslun í Grindavík Dorrit rænd í Lundúnum Rannsaka mannslát í Kópavogi Áfanginn „Allt fyrir ástina“ verðlaunaður á Selfossi Þórhildur Sunna mótmælti með Grétu Thunberg Annað sinn sem læknir lýgur um krabbamein: „Þetta mun fara á versta veg“ Læknir gerði sér upp krabbamein í tvígang Réðst á annan með skóflu Færa bílastæðin við Skógafoss: „Nú er stefnan sú að allir skuli helst labba sem lengst“ Harður árekstur á Suðurlandi Grunaður um rosalega brotahrinu í aðdraganda hraðbankaþjófnaðarins Innanlandsflugi Icelandair aflýst Alelda bíll á Dalvegi Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Ósanngjarnt að kólnunin bitni á fyrstu kaupendum Tók átta klukkustundir að bjarga föstum ferðamönnum Erlend netverslun eykst og ögurstund hjá stelpunum okkar Eldur í snjóruðningstæki á Keflavíkurflugvelli Forsætisráðherra fer yfir sviðið eftir tæpt ár í starfi Áhyggjuefni að ungir menn hafi ekki jafn frjálslyndar skoðanir og feður þeirra Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Láta reyna á lögmæti ákvörðunar Fjarskiptastofu 30 milljóna króna gjöf frá kvenfélagskonum til fæðingardeilda Brotist inn hjá Viðeyjarferju Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Ráðherra telur enn tímabært að hætta hvalveiðum Tímamót Pírata, langþreytt hjón og viðvaranir vegna snjókomu Óttast að skógrækt leggist nánast af Milljarðar úr landi í þágu tæknirisa Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Sjá meira