„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta“ Tómas Þór Þórðarson skrifar 27. janúar 2016 11:00 Dagur Sigurðsson lætur vel í heyra í sér á hliðarlínunni. vísir/epa „Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs. EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
„Dagur Sigurðsson er guðsgjöf fyrir þýskan handbolta,“ segir í undirfyrirsögn greinar sem meðal annars má lesa á þýska vefmiðlinum RP-Online í dag. Í greininni keppast blaðamaðurinn, leikmenn þýska landsliðsins og varaformaður þýska handknattleikssambandsins við að ausa lofi yfir íslenska þjálfarann sem er heldur betur orðinn vinsæll í stærsta handboltalandi heims.Sjá einnig:Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Dagur hefur eytt síðustu tveimur dögum í að undirbúa stórleikinn við Guðmund Guðmundsson og danska landsliðið í kvöld, en sigur á meistaraefnum Danmerkur kæmi Þýskalandi nokkuð óvænt í undanúrslitin. Dagur er sagður svo einbeittur að hann fer ekki einu sinni út að skokka á morgnanna eins og hann er vanur að gera. „Ég hef engan tíma fyrir það,“ segir Valsarinn.Dagur er búinn að vinna fjóra leiki í röð á EM.vísir/epaMikil meiðsli Þýska landsliðið var í meiðslavandræðum fyrir Evrópumótið en hefur engu að síður staðið sig frábærlega og unnið fjóra leiki í röð eftir að tapa þeim fyrsta gegn Spáni. Eftir síðasta leik og sigur gegn Rússlandi héldu áföllin áfram að dynja á Degi þegar ljóst var að tvær bestu skyttur þýska liðsins, Steffen Weinhold og Christian Dissinger, spila ekki meira á mótinu. Báðir eru leikmenn Kiel.Sjá einnig:Dagur: Við gefumst ekki upp „Við erum komnir að þröskuldinum með þessi meiðsli en þetta verður bara verðugt verkefni. Við munum keyra á þetta gegn Dönum,“ segir Dagur sem er ekkert í því að væla yfir meiðslum eða áföllum, að því fram kemur í greininni. „Dagur leggur fyrir okkur leikáætlun og við fylgjum henni 100 prósent eftir,“ segir stórskyttan Finn Lemke sem tók við fyrirliðabandinu af Weinhold.Dagur er maðurinn sem keyrir þýska liðið áfram.vísir/epaDagur er lykillinn Ekki var búist við miklu af þýska liðinu vegna meiðslanna, en það var í lang erfiðasta riðli mótsins með Slóvenum, Spánverjum og Svíum. Eftir tap í fyrsta leik sýndi Dagur meðal annars snilli sína gegn Svíum og gjörbreytti leik liðsins í hálfleik eftir að vera fjórum mörkum undir.Sjá einnig:Strákarnir hans Dags fá svefntöflur „Dagur er lykilinn að árangrinum. Hann er sá sem stýrir skipinu og hann er að standa sig frábærlega,“ segir Bob Hanning, varaforseti þýska handknattleikssambandsins, en hann er einnig framkvæmdastjóri Füchse Berlín þar sem Dagur starfaði áður við góðan orðstír. Leikhlé Dags hafa vakið athygli, en í þeim er nokkuð augljóst hver er sá sem valdið hefur. Hann rífur upp taktíkspjaldið og messar duglega yfir sínum mönnum ef þeir eru ekki að standa sig.Andreas Wolff og þýsku strákarnir eru ánægðir með Dag.vísir/epaAllt undir „Hans framlag er mikið,“ segir markvörðurinn Andreas Wolff, sem segir leiðtogahæfileika Dags mikla. „Hann er maðurinn sem keyrir liðið áfram. Dagur er búinn að mynda mikla einingu innan liðsins.“ Allt er undir í kvöld þegar íslensku þjálfararnir mætast. Geti Dagur fellt Guðmund og danska liðið kemur hann Þýskalandi í undanúrslitin. Eitthvað sem fáum datt í hug að væri mögulegt. Danir gerðu jafntefli við Svía í gærkvöldi sem breytti leik kvöldsins aðeins. Hefðu Danir unnið Svía hefði Þýskalandi dugað 2-3 marka tap gegn Guðmundi og lærisveinum hans en í staðinn verður Dagur að leiða sína menn til sigurs.
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00 Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00 „Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00 Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30 Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30 Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15 Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30 Mest lesið Mátti ekki tefla í gallabuxum og hættir keppni á heimsmeistaramóti Sport Hákon kom inn á og hélt hreinu í fyrsta úrvalsdeildarleiknum Fótbolti Ronaldo segir að storminn muni lægja undir stjórn Amorim Fótbolti Heimsmeistararnir þrír fóru allir áfram Sport Harmur hrokagikksins Haaland Enski boltinn Enn eitt skráningarvesenið hjá Börsungum Fótbolti Skytturnar aftur upp í annað sæti eftir sigur gegn nýliðunum Enski boltinn Freyr einnig í viðtal og einn erlendur Fótbolti Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Handbolti Tapaði níu leggjum í röð eftir níu pílna leik og var sendur heim Sport Fleiri fréttir Töp hjá Íslendingaliðunum í Þýskalandi Melsungen enn á toppnum eftir sigur í Íslendingaslag Ólafi tvisvar vikið af velli og ekkert skorað síðustu tvær mínúturnar Viggó færir sig um set á nýju ári Stórsigur í toppslag og Melsungen með fjögurra stiga forystu Gísli fyrr heim í frí eftir árásina í Magdeburg Viktor Gísli góður þegar Wisla Plock fór á toppinn Negla Elínar Klöru eitt af flottustu mörkum EM Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Sjá meira
Uppgjör íslensku þjálfaranna í dag | Sæti í undanúrslitum í húfi Guðmundur Guðmundsson og Dagur Sigurðsson mætast í þriðja sinn á stórmóti í dag og hvorugur þeirra náði að fagna sigri í hin skiptin. Báðir geta þeir komist með landslið sín í undanúrslitin á EM í Póllandi. 27. janúar 2016 06:00
Dagur: Við gefumst ekki upp Dagur Sigurðsson verður nánast með B-landsliðið sitt gegn Dönum á EM í handbolta. 26. janúar 2016 08:00
„Án IHF værum við ekki hér“ Varaforseti þýska handknattleikssambandsins er afar þakklátt Alþjóðahandknattleikssambandsins, IHF. 27. janúar 2016 07:00
Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Steffen Weinhold og Christian Dissinger eru meiddir og verða ekki meira með Þjóðverjum á EM. 25. janúar 2016 15:30
Guðmundur fann upp á dínamíska tvíeykinu í hálfleik Guðmundur Guðmundsson gerði breytingu í hálfleik í sigrinum gegn Spáni sem breytti öllu. 26. janúar 2016 14:30
Strákarnir hans Dags fá svefntöflur Læknir þýska landsliðsins vilja ekki að leikmenn séu andvaka eftir leiki. 26. janúar 2016 22:15
Tvær íslenskar sigurgöngur í gangi á EM í handbolta Tvö lið hafa unnið fjóra leiki í röð á Evrópumótinu í handbolta í Póllandi og svo vill til að það eru íslenskir þjálfarar við stjórnvölinn hjá þeim báðum. 25. janúar 2016 09:30