Dagur verður án tveggja af sínum bestu mönnum í uppgjörinu gegn Guðmundi Tómas Þór Þórðarson skrifar 25. janúar 2016 15:30 Dagur Sigurðsson er í miklum meiðslavandræðum með sitt lið. vísir/epa Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel. EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Meiðslavandræðin halda áfram hjá Degi Sigurðssyni með þýska landsliðið í handbolta, en nú eru tveir af hans allra bestu mönnum frá það sem eftir lifir móts. Steffen Weinhold, hægri skytta og fyrirliði Þýskalands, og Christian Dissinger, rétthenta stórskyttan, meiddust báðir í sigrinum gegn Rússlandi í gær og hafa lokið keppni á EM. Weinhold er meiddur í nára en Dissinger er meiddur á innanverðu læri. Þetta eru afar slæm tíðindi fyrir Dag sem á stórleik fyrir höndum gegn Guðmundi Guðmundssyni og danska landsliðinu á miðvikudaginn, en sigur þar kemur Þýskalandi í undanúrslitin. Weinhold og Dissinger eru báðir lærisveinar Alfreðs Gíslasonar hjá Kiel og eru algjörir lykilmenn hjá þýska landsliðinu. Weinhold er næst markahæstur í liðinu með 19 mörk á EM en lang stoðsendingahæstur með 28 stykki. Dissinger er þriðji markahæstur ásamt Steffen Fäth og þriðji stoðsendingahæstur með 17 slíkar. Þeir eru því báðir á topp þremur hjá þýska liðinu þegar kemur að mörkum og stoðsendingum, en saman hafa Weinhold og Dissinger komið að 81 marki Þýskalands. Dagur Sigurðsson kallaði inn í hópinn Julius Kühn, vinstri skyttu Gummersbach, og Kai Häfner, örvhenta skyttu sem spilar með Hannover-Burgdorf. Dagur hefur glímt við ótrúleg meiðslavandræði bæði fyrir mót og nú á Evrópumótinu sjálfu, en hóf mótið án nokkurra lykilmanna í þýskalandsliðinu. Hornaparið Uwe Gensheimer og Patrick Groetzki, leikmenn Rhein-Neckar Löwen, fóru ekki með til Póllands sem og Paul Drux, skytta Füchse Berlín og Patrick Wiencek, línumaður Kiel.
EM 2016 karla í handbolta Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Fyrsti sitjandi forsetinn á Super Bowl Sport Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti „Ég fór ekki í fýlu, ég var bara sóttur“ Sport Tiger syrgir móður sína Golf Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira