Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 10:45 Frá leik íslenska landsliðsins á HM á heimavelli árið 1995. Vísir/Brynjar Gauti Sveinsson Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Franska stórliðið staðfestir komu Dags Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Afturelding, Fram og Valur með góða sigra Uppgjörið: FH - Stjarnan 29-29 | Jafnt í Krikanum ÍBV vann í Grafarvogi Mourinho stoltur af landsliði Portúgals í handbolta Viktor Gísli næst bestur á HM Meiddist á HM og missir af næstu leikjum Trylltust þegar Dagur ávarpaði fjöldann: „Þið eruð klikkað fólk“ Dagur til bjargar hjá frönsku stórliði Skrif Víðis „vonbrigði“ en málinu lokið Herþotur fylgdu króatíska liðinu til Zagreb Haukur sé einn okkar allra besti en þurfi stærra lið í stærri deild Forsetinn beinskeyttur aðspurður um framtíð Alfreðs í starfi Finnst umræðan skrýtin: „Ódýr þvæla“ Dagur heldur áfram: „Fannst ég endurfæddur“ Snorri um áhyggjuefni: „Hægt að færa rök fyrir því að án hans værum við í veseni“ Leikhlé Dags vakti athygli: „Til fjandans með þá alla“ Gidsel bætti 30 ára gamalt met sem sett var á Íslandi Uppgjörið: Króatía - Danmörk 26-32 | Danir heimsmeistarar fjórða sinn í röð Frakkar tryggðu sér bronsið Gidsel hefur búið til meira en hundrað mörk á þessu HM Danska landsliðið hefur ekki tapað leik á HM í átta ár Snorri Steinn um Gunna Magg málið: „Það er kjánaskapur að halda því fram“ Snorri Steinn heldur með Degi: „Ég vona innilega að hann vinni“ FH fær markahæsta Selfyssing sögunnar Sigurganga Metzingen stöðvuð í Íslendingaslag Dana markahæst í tíunda sigrinum í röð Haukakonur færðu Eyjastúlkum níunda tapið í röð Uppgjör og viðtöl: Grótta - ÍR 24-25 | ÍR vann í dramatískum leik Sjá meira
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36