Stærsta tap gestgjafa síðan á HM á Íslandi 1995 Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 28. janúar 2016 10:45 Frá leik íslenska landsliðsins á HM á heimavelli árið 1995. Vísir/Brynjar Gauti Sveinsson Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Pólverjar komust ekki í undanúrslit á Evrópumótinu í handbolta sem fer fram á þeirra heimavelli en pólska liðið brann yfir á úrslitastundu í gær og steinlá á móti Króatíu. Pólverjar þurftu eitt stig til að tryggja sér sæti í undanúrslitum og þeir hefðu líka mátt tapa með eins til þriggja marka mun. Þeir mættu Króötum sem þurftu í raun kraftaverk til þess að fá að spila um verðlaun en aðeins tíu marka sigur myndi duga Króatíska liðinu. Hefði Króatar unnið með fimm til níu marka mun hefðu þeir sent Frakka í undanúrslitin. Króatíska liðið gerði hið ómögulega og gjörsigraði yfirspennt pólskt lið. Króatar unnu á endanum með fjórtán marka mun, 37-23, eftir að hafa verið fimm mörkum yfir í hálfleik, 15-10. Byrjunin á seinni hálfleiknum er eitt það ótrúlegast sem hefur sést í leik þar sem undanúrslitasæti er í boði en króatíska liðið skoraði átta fyrstu mörk hálfleiksins og komst í 23-10. Það er ekki á hverjum degi sem gestgjafar á HM eða EM tapa og hvað þá svona stórt. Þegar sögubækurnar voru opnaðar upp á gátt kom líka í ljós að það þarf að fara rúm tuttugu ár aftur í tímann til að finna stærra tap hjá gestgjöfum á heimsmeistaramóti eða Evrópumóti. Fjórtán marka tap Pólverja í gær var stærsta tap heimamanna á HM eða EM síðan að íslenska landsliðið tapaði með þrettán marka mun fyrir Rússum í Laugardalshöllinni 16. maí 1995 en sá leikur var í sextán liða úrslitum keppninnar. Þetta var stærsta tap íslenska liðsins á heimsmeistaramóti frá upphafi og þýddi að íslenska liðið var úr leik á mótinu. Útlitið var alls ekki slæmt stærsta hluta fyrri hálfleiks en Rússar skoruðu síðustu tvö mörk fyrri hálfleiksins og voru þremur mörkum yfir í hálfleik 11-8. Í stöðunni 15-11 hrundi leikur íslenska liðsins síðan endanlega og Rússar unnu síðustu mínútur leiksins 10-1 og þar með leikinn með þrettán marka mun. Hér fyrir neðan má lista yfir stærstu töp heimaliða á HM eða EM undanfarna þrjá áratugi.Stærstu töp gestgjafa á HM eða EM síðustu 30 ár: (frá og með Heimsmeistaramótinu í Sviss 1986) - 17 Portúgal á móti Rúmeníu (21-38, EM 1994)- 14 Pólland á móti Króatíu (23–37, EM 2016) - 13 Ísland á móti Rússlandi (12-25, HM 1995) - 10 Svíþjóð á móti Rússlandi (20-30, HM 1993) - 9 Danmörk á móti Frakklandi (32-41, EM 2014) - 9 Sviss á móti Sovétríkjunum (15-24, HM 1986) - 9 Japan á móti Litháen (15-24, HM 1997) - 8 Ítalía á móti Þýskalandi (18-26, EM 1998) - 8 Spánn á móti Frakklandi (21-29, EM 1996) - 8 Portúgal á móti Þýskalandi (29-37, HM 2003) - 8 Tékkóslóvakía á móti Rúmeníu (17-25, HM 1990) - 8 Sviss á móti Júgóslavíu (19-27, HM 1986) - 7 Sviss á móti Úkraínu (30-37, EM 2006) - 7 Slóvenía á móti Þýskalandi (24-31, EM 2004) - 7 Ítalía á móti Júgóslavíu (19-26, EM 1998) - 7 Portúgal á móti Danmörku (17-24, EM 1994) - 7 Sviss á móti Austur-Þýskalandi (16-23, HM 1986)Pólverjar eftir skellinn í gær.Vísir/AFP
EM 2016 karla í handbolta Tengdar fréttir Danir fengu aðeins 20 tíma hvíld Dagur Sigurðsson fann til með danska liðinu. 28. janúar 2016 09:15 Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55 Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06 Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18 Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29 Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 Körfubolti Fleiri fréttir Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Haukur bikarmeistari í Rúmeníu Kolstad í undanúrslit eftir annan risasigur Hugurinn hjá hinum raunverulegu fórnarlömbum Dagur með markahæstu mönnum í stórsigri Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Myndasyrpa: Tryggðu HM-sætið og kvöddu Steinunni „Alsæl með að skilja við liðið á leiðinni á HM“ „Þungu fargi létt eftir afar tilfinningaþrungna viku“ Steinunn hætt í landsliðinu Uppgjörið: Ísrael - Ísland 21-31 | Íslenska liðið á leið á sitt þriðja stórmót í röð Sjá meira
Dagur: Árangurinn kemur okkur ekki á óvart Dagur Sigurðsson var vitanlega himinlifandi með sigur sinna manna á Dönum á EM í Póllandi í kvöld. 27. janúar 2016 19:55
Ótrúlegur sigur Króata kom þeim í undanúrslit Hvorki stjörnum prýtt lið Frakka né gestgjafar Póllands komust í undanúrslitin á EM. 27. janúar 2016 21:06
Sjáðu Gensheimer fagna heima í stofu Þýski landsliðsþjálfarinn missti af EM vegna meiðsla en nýtur þess að horfa á sína menn. 27. janúar 2016 23:18
Dagur fagnaði með íslenskum bjór í beinni útsendingu Stefan Kretzschmar kom færandi hendi eftir sigur þýska landsliðsins á EM í kvöld. 27. janúar 2016 20:29
Klopp, Löw, Müller og Nowitzki sendu Degi baráttukveðjur Stefan Kretzschmar birti stórskemmtilegt myndband á Facebook-síðu sinni í dag fyrir stórleikinn gegn Danmörku. 27. janúar 2016 19:36