Bein útsending: Leikið til úrslita á Tuddanum Stefán Ó. Jónsson skrifar 10. janúar 2016 10:48 Ólafur Nils Sigurðsson er einn skipuleggjenda Tuddans. Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst á föstudag og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hefst í dag klukkan 11:00 og er dagskráin eftirfarandi. 11:00 Undanúrslit - malefiq vs VECA 14:00 Undanúrslit - seven vs GODS.WIN 18:00 Úrslitaleikur Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira
Íslandsmeistaramótið Tuddinn 2016 stendur yfir nú um helgina þar sem bestu tölvuleikjaspilarar landsins etja kappi í Counter-Strike:GO og League of Legends. Mótið hófst á föstudag og voru um 220 manns sem mættu til leiks, en mótið fer fram í húsnæði Símans á Stórhöfða. Keppni hefst í dag klukkan 11:00 og er dagskráin eftirfarandi. 11:00 Undanúrslit - malefiq vs VECA 14:00 Undanúrslit - seven vs GODS.WIN 18:00 Úrslitaleikur Ólafur Nils Sigurðsson, einn skipuleggjenda Tuddans, segir að allir séu vel spenntir og hafi margir mætt snemma í morgun til að búa sig undir átökin framundan. Hann segir til mikils að vinna þar sem að sigurlið CSGO keppninnar fari til Danmerkur og keppi fyrir Íslands hönd á Copenhagen Games í mars. Fylgjast má með útsendingu frá Tuddanum að neðan, en einnig má mæta á keppnisstaðinn á Stórhöfða 22-30 þar sem búið sé að koma upp veglegu áhorfendasvæði. Áhorfendapassi fyrir helgina kostar þúsund krónur. Gunnar „DynaMo“ Ormslev og Bergur „delicious“ Theodórsson lýsa herlegheitunum.Watch live video from gegttv on www.twitch.tv
Mest lesið „Það er ekkert sem brýtur mann“ Lífið „Abbababb, ertu stelpa í fótbolta?“ Áskorun Tvisvar sóttur af lögreglu eftir flótta af spítalanum Lífið Diane Keaton er látin Lífið Krakkatían: Dúkkuhús Gabbýjar, hringtorg og körfuboltamaður Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Kossaflens á klúbbnum Lífið „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Lífið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Fleiri fréttir Ghost of Yōtei: Einhver heimsins fallegasti leikur og skemmtilegur líka Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Sjá meira