Þegar Bowie kom til landsins: „Allt við Ísland er draumi líkast“ Stefán Ó. Jónsson skrifar 11. janúar 2016 08:23 David Bowie fór mjög fögrum orðum um land og þjóð á MTV skjáskot Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður. Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
Heimurinn syrgir nú fráfall rokkarans Davids Bowie sem lést eftir 18 mánaða baráttu við krabbamein. Bowie kom hingað til lands í júní árið 1996 og lék fyrir fullri Laugardalshöll á Listahátíð. Alla jafna gera heimsfrægar rokkstjörnur miklar kröfur um aðbúnað en fram kemur í Vikublaðinu að Bowie hafi einungis farið fram á nokkur svört handklæði og þrektæki á hótelinu sem hann gisti á. Sjá einnig: David Bowie látinnSjónvarpsstöðin MTV tók viðtal við kappann þegar hann var hér á landi. Það má sjá hér að neðan. Í viðtalinu fer hann fögrum orðum um Ísland, fólkið sem hann kynntist hér sem og matargerðina. „Ísland er mjög svalt. Þetta er frábær staður,“ sagði Bowie og bætti við að landið væri líkt og leyndarmál. Hann sagði að einu dýrin hér á landi væru „lítill hundur og minkar“ og endaði á að hvetja alla til að koma hingað til lands. „David Bowie segir: „Komið til Íslands. Það er prýðilegt,“ sagði kappinn en viðtalið má sjá hér að neðan. Þar ræðir hann við sjónvarpsmann MTV um tónleikaferðalagið sitt og einnig má sjá glefsur úr tónleikum hans í Laugardalshöll.Á bloggsíðu sinni segir Björn Bjarnason, fyrrverandi mennta- og dómsmálaráðherra, honum hafi þótt tónleikarnir hafi verið mjög háværir. Það hafi þó ekki verið annað hægt en að dást að frammistöðu goðsins. Bowie hafi verið í tvær klukkustundir á sviðinu – „þar sem allt gekk eins og smurð vél.“ „Fyrir okkur óvana áheyrendur á slíkum tónleikum var hávaðinn næstum óbærilegur á stundum og bassinn skall á manni eins og bylgja. Þegar við hittum Bowie og menn hans eftir tónleikana, voru þeir undrandi á því, að við hefðum ekki sett tappa í eyrun til að draga úr hávaðanum!“ segir Björn og bætir við að Bowie hafi verið hógvær og velviljaður.
Tónlist Tengdar fréttir David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13 Mest lesið Þetta er ástæðan afhverju þú átt aldrei að bjóða óperusöngvara í matarboð Gagnrýni Fréttatía vikunnar: Ungfrú Ísland, eldgos og Þjóðhátíðarlagið Lífið Spegill, spegill, herm þú mér, hve léleg endurgerðin er Gagnrýni Hanna Katrín heiðraði Eyjólf í Epal Lífið Stuðlabandið höfundar og flytjendur Þjóðhátíðarlagsins: „Við megum ekki fokka þessu upp“ Lífið Vel yfir milljón á fermetrann og baðkar í eldhúsinu Lífið Horfði aftur á keppnina þegar hún kom heim Lífið Krílaeggið er nýjasta páskaeggið frá Freyju Lífið samstarf Helena krýnd Ungfrú Ísland Lífið Rauf þögnina og minntist Kilmer með stundarþögn Lífið Fleiri fréttir Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Sækir innblásturinn í rússnesku ræturnar Í skýjunum með að vera fyrstir Önnur platan komin út: Kyrrstæður heimur Kára Egils Varð að fara gubbandi í Herjólf Aldrei fór ég suður í endurbættri útgáfu Lærði að byggja sig upp og elska úr fjarlægð Íslensku tónlistarverðlaunin: Damon Albarn lét óvænt sjá sig Útskrifaðist úr verkfræði og gerðist tónlistarmaður Samstarfsverkefni Loreen og Ólafs Arnalds lítur dagsins ljós Dusta rykið af danssokkunum Daniil og Birnir í eina sæng Angie Stone lést í bílslysi Sjá meira
David Bowie látinn Einn þekktasti rokkari tónlistarsögunnar er látinn, 69 ára að aldri. 11. janúar 2016 07:13