Toyota toppar Volkswagen í sölu ársins 2015 Finnur Thorlacius skrifar 12. janúar 2016 09:12 Toyota Hilux. Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur. Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent
Á fyrri helmingi síðasta árs náði Volkswagen að selja fleiri bíla en Toyota á heimsvísu, en það hefur aftur snúist við og alla síðustu 6 mánuði ársins var sala Toyota meiri en Volkswagen. Að nóvember mánuði liðnum hafði Toyota selt 9,21 milljón bíla á árinu en Volkswagen 9,10 milljón bíla. Í nóvember féll til að mynda sala Volkswagen um 2,2% og salan var einnig minni í október en í sama mánuði árið 2014. Toyota hefur til nóvemberloka náð að selja 1,0% fleiri bíla en árið 2014, en Volkswagen 1,7% færri bíla. Því eru allar líkur til þess að söluhæsti bílaframleiðandi heims í fyrra sé Toyota, þó afar litlu muni á fyrirtækjunum tveimur.
Mest lesið Kúgaðist og öskurgrét yfir lýsingum sonarins Innlent Seðlabankinn rýmkar lánþegaskilyrði Innlent Ástandið verði gjörbreytt í fyrramálið Innlent Telur að of mikil saltnotkun geri moksturinn enn erfiðari Innlent Lögreglan vill ná tali af þessu fólki Innlent Orðin hæsta kirkja í heimi Erlent Langt í frá að málinu sé lokið Innlent Íhugar ekki stöðu sína Innlent Segja ríkislögreglustjóra þurfa að taka til hjá sér Innlent Andrés ekki lengur prins og látinn yfirgefa heimili sitt Erlent