Hæstiréttur tekur sinn tíma í staðfestingu gæsluvarðhalds Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 09:30 Hæstiréttur tekur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir þegar málsaðilar taka þá ákvörðun að áfrýja niðurstöðunni úr héraðsdómi. Vísir/GVA Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Karlmaður á fertugsaldri hefur verið í gæsluvarðhaldi á Litla-Hrauni frá því á fimmtudag á grundvelli úrskurðar héraðsdóms. Úrskurðurinn var kærður til Hæstaréttar en enn liggur ekki fyrir hvort Hæstiréttur hafi tekið úrskurðinn fyrir. Ríkissaksóknari fór fram á að maðurinn yrði úrskurðaður í gæsluvarðhald en á upptöku, sem embættið hefur undir höndum, heyrist hann ræða við rannsóknarlögreglumann úr fíkniefnadeild. Í spjalli þeirra á milli er minnst á peningagreiðslur og leikur grunur á að maðurinn hafi greitt lögreglumanninum fyrir aðstoð.Gæsluvarðhald yfir manninum rennur út á föstudag.vísir/gvaHvorki verjandi mannsins né ríkissaksóknari höfðu seinni part dags í gær haft neitt veður af því hvort gæsluvarðhaldið hefði verið tekið fyrir í Hæstarétti. Varðhaldið rennur út á föstudag en alla jafna tekur Hæstiréttur gæsluvarðhaldsúrskurði fyrir fljótlega eftir að þeir eru kveðnir upp í héraði, þ.e. ákveði verjendur að kæra til Hæstaréttar líkt og gert var í þessu tilfelli. Yfirleitt eru úrskurðirnir í kjölfarið birtir á heimasíðu Hæstaréttar. Svo var ekki gert í tilfelli lögreglumannsins, sem sat í einangrun í rúma viku, og má telja ólíklegt að það verði gert í tilfelli þess sem nú er í varðhaldi. Fór ríkissaksóknari fram á að úrskurðurinn yrði ekki birtur í fyrra tilfellinu á grundvelli rannsóknarhagsmuna. Má reikna með að sömu rök verði færð fyrir því að úrskurðurinn, sem nú er beðið, verði sömuleiðis ekki birtur. Sá sem í gæsluvarðhaldi situr er góðkunningi fíkniefnalögreglumanna sem hafa haft hann til rannsóknar um árabil. Hann hefur hlotið dóma fyrir bæði fíkniefnalagabrot og brot á vopnalögum en aldrei setið inni.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08 Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56 Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50 Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54 Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52 Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
Lögreglumaðurinn leystur tímabundið frá störfum Lögreglumaðurinn sem handtekinn var vegna gruns um að hafa átt í óeðlilegum samskiptum við brotamenn hefur verið leystur tímabundið frá störfum. 11. janúar 2016 16:08
Meintur samverkamaður lögreglumannsins grunaður um brot á 109. grein hegningarlaga Von á ákvörðun Hæstaréttar í máli hans í dag. 11. janúar 2016 10:56
Lögreglumaðurinn laus úr gæsluvarðhaldi og neitar sök Lögreglumanninum sem setið hefur í gæsluvarðhaldi síðan þann 29. desember síðastliðinn var sleppt úr haldi klukkan 14 í dag en gæsluvarðhaldið átti að renna út á morgun. 7. janúar 2016 14:50
Upptaka lykilgagn í málinu: Meintur samverkamaður lögreglumannsins í gæsluvarðhaldi Karlmaður á fertugsaldri sem grunaður er um að vera samverkamaður lögreglumanns í fíkniefnadeild LRH sem sat í gæsluvarðhaldi frá 29. desember og þar til í dag hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 15. janúar. 7. janúar 2016 15:54
Lögreglumaðurinn veitti rannsakendum aðgang að banka- og símagögnum Neitar því að hafa þegið greiðslur fyrir að veita brotamönnum upplýsingar. 7. janúar 2016 16:52