Fulltrúinn enn við störf þrátt fyrir að rannsókn sé hafin Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2016 15:18 Sigríður Björk á eftir að skoða hvort ástæða sé til að víkja lögreglufulltrúanum frá störfum. Vísir/Ernir Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort reynslumiklum lögreglufulltrúa, sem starfað hefur við rannsóknir á fíkniefamálum um árabil, verði vikið frá störfum. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á málefnum fulltrúans en málið kom inn á borð hans í gær. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að málið væri komið til formlegrar rannsóknar. Í framhaldinu mun svo koma í ljós hvort tilefni þykji til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum fyrir brot í starfi. Ólafur Þór sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið. Lögreglufulltrúinn er enn við störf en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort honum verði vikið frá störfum eða ekki.vísir/gva Athugun á fulltrúanum hófst í fyrra Fréttir af því að málið væri komið á borð héraðssaksóknara bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði að ekki hefði náðst að fara yfir málið. Lögreglufulltrúinn er því enn við störf, nú hjá tæknideild lögreglu, en hann hefur þrívegis verður færður til í starfi á hálfu ári. Ólafur Þór segir það alfarið lögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vikið frá störfum. Sá sem hafi rannsókn á hendi beiti sér allajafna ekki fyrir því. Um innri mál lögreglustjórans sé að ræða. Sigríður Björk staðfestir að málið eigi sér aðdraganda hjá embættinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðnu frá fyrrihluta síðasta árs. Þá hófst athugun á starfsháttum fulltrúans en þá höfðu níu starfsmenn fíkniefnadeildar, meirihluti samstarfsmanna mannsins, kvartað yfir honum við yfirmann sinn Friðrik Smára Björgvinsson. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Þegar engin viðbrögð fengust leituðu þeir framhjá yfirmanni sínum og til lögreglustjórans. Um enn eitt skiptið er að ræða þar sem athugasemdir voru gerðar við starfshætti lögreglumannsins. Í eitt skipti, þegar athugasemdir voru háværar árið 2011, fullyrti Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, að rannsókn hefði farið fram á ásökununum og þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Engin formleg rannsókn fór þó fram á ásökununum, fyrr en nú, fjórum árum síðar.Tvö aðskilin mál Rannsóknarlögreglumanni við fíkniefnadeild var vikið tímabundið frá störfum í gær en sá sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin. Um tvö aðskilin mál virðist vera að ræða að því frátöldu að mennirnir störfuðu innan sömu deildar. Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Ekki hefur verið tekin ákvörðun um það hvort reynslumiklum lögreglufulltrúa, sem starfað hefur við rannsóknir á fíkniefamálum um árabil, verði vikið frá störfum. Héraðssaksóknari hefur hafið rannsókn á málefnum fulltrúans en málið kom inn á borð hans í gær. Ólafur Þór Hauksson héraðssaksóknari staðfesti að málið væri komið til formlegrar rannsóknar. Í framhaldinu mun svo koma í ljós hvort tilefni þykji til þess að gefa út ákæru á hendur fulltrúanum fyrir brot í starfi. Ólafur Þór sagðist ekki geta tjáð sig nánar um málið. Lögreglufulltrúinn er enn við störf en enn á eftir að taka ákvörðun um hvort honum verði vikið frá störfum eða ekki.vísir/gva Athugun á fulltrúanum hófst í fyrra Fréttir af því að málið væri komið á borð héraðssaksóknara bárust lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu í dag. Sigríður Björk Guðjónsdóttir sagði að ekki hefði náðst að fara yfir málið. Lögreglufulltrúinn er því enn við störf, nú hjá tæknideild lögreglu, en hann hefur þrívegis verður færður til í starfi á hálfu ári. Ólafur Þór segir það alfarið lögreglustjóra að taka ákvörðun um hvort lögreglumanninum verði vikið frá störfum. Sá sem hafi rannsókn á hendi beiti sér allajafna ekki fyrir því. Um innri mál lögreglustjórans sé að ræða. Sigríður Björk staðfestir að málið eigi sér aðdraganda hjá embættinu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðnu frá fyrrihluta síðasta árs. Þá hófst athugun á starfsháttum fulltrúans en þá höfðu níu starfsmenn fíkniefnadeildar, meirihluti samstarfsmanna mannsins, kvartað yfir honum við yfirmann sinn Friðrik Smára Björgvinsson. Karl Steinar segist hafa fylgt öllum verkferlum.Vísir/Ernir Þegar engin viðbrögð fengust leituðu þeir framhjá yfirmanni sínum og til lögreglustjórans. Um enn eitt skiptið er að ræða þar sem athugasemdir voru gerðar við starfshætti lögreglumannsins. Í eitt skipti, þegar athugasemdir voru háværar árið 2011, fullyrti Karl Steinar Valsson, þáverandi yfirmaður fíkniefnadeildar, að rannsókn hefði farið fram á ásökununum og þær hefðu ekki reynst á rökum reistar. Engin formleg rannsókn fór þó fram á ásökununum, fyrr en nú, fjórum árum síðar.Tvö aðskilin mál Rannsóknarlögreglumanni við fíkniefnadeild var vikið tímabundið frá störfum í gær en sá sat í gæsluvarðhaldi yfir áramótin. Um tvö aðskilin mál virðist vera að ræða að því frátöldu að mennirnir störfuðu innan sömu deildar.
Leki og spilling í lögreglu Tengdar fréttir Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00 Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40 Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59 Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00 Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00 Mest lesið Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Innlent Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Innlent Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum Innlent Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Erlent „Það fer enginn lífvörður út í“ Innlent Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Fleiri fréttir Skjálfti fannst á höfuðborgarsvæðinu Finna áhugann dvína á meðan vinir berjast og deyja á vígvellinum „Það fer enginn lífvörður út í“ Reyndi að kaupa glás af nammi og kom upp um tíu ára bankaræningja Gufunesmálið: „Þetta átti aldrei að fara svona“ Lygilegar tilraunir til að hafa áhrif á sakborning, Reynisfjara og tollar Trumps Olíuleit á teikniborðinu og býst við tíðindum í vetur Smokkamaðurinn enn ófundinn Sjúkrabíllinn bilaður og kemst ekki með sjúkling úr Þakgili Þrír á þaki jeppa á kafi í Jökulsá í Lóni Gefur sig fram fimmtíu árum eftir bankarán í Kópavogi Alvarlegt vinnuslys í Skagafirði Undirbúa steypuvinnu fyrir nýju Ölfusárbrúna Þungar áhyggjur af „síversnandi stöðu Íslands“ „Yfirgangur gyðingahataranna er algerlega óþolandi“ Af hættustigi á óvissustig vegna eldgoss Sálfræðingar rukka hátt í 26 þúsund krónur Tollar, höfundarréttur og þögn lögreglu í kynferðisbrotamálum Engin málaferli vegna slyss á Breiðamerkurjökli Tveir skjálftar um 3,3 að stærð Fundur hafinn í utanríkismálanefnd Mat á skólastarfi „algjört fúsk“: Eins og fyrirtæki sem „vona að þau endi ekki í blöðunum“ Ráðin nýr forstöðumaður Háskólaseturs Vestfjarða Íslendingur grunaður um heimilisofbeldi handtekinn í Grikklandi „Norska leiðin“ sé leið Sjálfstæðisflokksins Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Sjá meira
Handtakan furðulega: Hollenska móðirin og sendisveinninn mæta örlögum sínum Framundan er málsmeðferð í Hæstarétti í máli ríkissaksóknara á hendur hollenskri móður og íslenskum karlmanni í umfangsmiklu fíkniefnamáli sem kennt hefur verið tálbeituaðgerð við Hótel Frón sem misfórst hrapalega. 11. janúar 2016 09:00
Formleg rannsókn hafin á lögreglufulltrúanum sem samstarfsmenn efast um Málið barst héraðssaksóknara í gær en ásakanir hafa verið háværar í lengri tíma. 12. janúar 2016 13:40
Friðrik Smári vill ekki staðfesta hvort greinargerð Karls Steinars hafi borist Karl Steinar Valsson segist hafa skilað greinargerð vegna ásakana á hendur lögreglufulltrúa í fíkniefnadeildinni árið 2011. 11. janúar 2016 15:59
Lögreglufulltrúinn sem samstarfsmenn efast um stýrði tálbeituaðgerðinni Tálbeituaðgerð lögreglu við Hótel Frón lauk á óvæntan hátt þegar sendisveinn var handtekinn þegar allt virtist vera á áætlun. 8. janúar 2016 11:00
Fullyrti að rannsókn hefði farið fram Karl Steinar Valsson tjáði starfsmönnum fíkniefnadeildar að alvarlega ásakanir á hendur lögreglumanni í deildinni hefðu verið rannsakaðar og enginn fótur reynst fyrir þeim. Málið var aldrei formlega rannsakað. 8. janúar 2016 07:00