Lamborghini Centenario uppseldur Finnur Thorlacius skrifar 14. janúar 2016 10:15 Lamborghini Centenario. Lamborghini mun sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf í mars og heitir hann Centenario. Það er þó ekki gert til að auka sölu hans því þau 40 eintök sem framleidd verða af honum eru nú þegar uppseld og ekki er það vegna þess hve ódýr hann er, því hann kostar 2,4 milljónir dollara, eða um 315 milljónir króna. Þessi bíll á verða síðasti bíllinn í línu sérframleiddra bíla og fetar hann þar í fótspor bílanna Renentón, Sesto Elemento og veneno. Hann verður í grunninn byggður á Lamborghini Aventador en verður með breytta og bætta 6,5 lítra V12 vél. Framleidd verða 20 coupe gerðir bílsins og 20 roadster gerðir. Það að fyrirframselja svona sérútgáfur af rándýrum sportbílum er ekki óþekkt um þessar mundir og fremur vaninn en undantekning. Framleiðendur eins og Bugatti, Pagani, Koenigsegg og Lamborghini sýna yfirleitt þeirra bestu viðskiptavinum fyrirhugaða framleiðslu sína á undan almenningi og byrja strax að taka niður pantanir og fyrirframgreiðslur. Og það tekst þeim vel yfirleitt og gjarna eru þeir hreinlega uppseldir áður en almenningur fær að sjá hvað er í vændum og ekki stendur verðið í kaupendum, eins og sést á þessu dæmi. Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent
Lamborghini mun sýna nýjan bíl á bílasýningunni í Genf í mars og heitir hann Centenario. Það er þó ekki gert til að auka sölu hans því þau 40 eintök sem framleidd verða af honum eru nú þegar uppseld og ekki er það vegna þess hve ódýr hann er, því hann kostar 2,4 milljónir dollara, eða um 315 milljónir króna. Þessi bíll á verða síðasti bíllinn í línu sérframleiddra bíla og fetar hann þar í fótspor bílanna Renentón, Sesto Elemento og veneno. Hann verður í grunninn byggður á Lamborghini Aventador en verður með breytta og bætta 6,5 lítra V12 vél. Framleidd verða 20 coupe gerðir bílsins og 20 roadster gerðir. Það að fyrirframselja svona sérútgáfur af rándýrum sportbílum er ekki óþekkt um þessar mundir og fremur vaninn en undantekning. Framleiðendur eins og Bugatti, Pagani, Koenigsegg og Lamborghini sýna yfirleitt þeirra bestu viðskiptavinum fyrirhugaða framleiðslu sína á undan almenningi og byrja strax að taka niður pantanir og fyrirframgreiðslur. Og það tekst þeim vel yfirleitt og gjarna eru þeir hreinlega uppseldir áður en almenningur fær að sjá hvað er í vændum og ekki stendur verðið í kaupendum, eins og sést á þessu dæmi.
Mest lesið Gosmóðan liggur þétt yfir höfuðborgarsvæðinu og viðkvæmir hvattir til að vara sig Innlent „Langstærstu vandamálin eru þessir stærri og skipulögðu þjófnaðir“ Innlent Ísraelar stunda skipulagt niðurrif á heilu bæjunum í trássi við alþjóðalög Erlent „Lít niður á alla þessa dópista sem mér er meint að hafa selt vopn“ Innlent „Umsókn Íslands að Evrópusambandinu hefur aldrei verið formlega dregin til baka“ Innlent 135 þúsund kjúklingar á Ásmundarstöðum í Ásahreppi Innlent Selenskí boðar til nýrra friðarviðræðna Erlent Hnífstunga á Austurvelli Innlent Á fjórða tug ferðamanna látnir eftir að bát hvolfdi Erlent Bóndinn á bænum kom slökkviliðsmönnum til hjálpar Innlent