Ríkissaksóknari vísaði málinu til héraðssaksóknara á mánudag en síðarnefnda embættið, sem tók til starfa um áramótin, hefur umsjón með rannsóknum á hendur lögreglumönnum. Lögreglufulltrúinn er annar tveggja starfsmanna fíkniefnadeildar sem leystir hafa verið frá störfum á skömmum tíma.

Ásakanir á hendur lögreglufulltrúanum hafa verið háværar um árabil og voru meðal annars háværar í tíð Karls Steinars Valssonar sem yfirmanns fíkniefnadeildar. Karl Steinar fullyrti á fundi með samstarfsmönnum sínum og undirmönnum sínum að rannsókn á fulltrúanum hefði farið fram og ásakanir ekki reynst á rökum reistar.
Síðan hefur komið í ljós að Karl Steinar skilaði greinargerð til yfirmanna sinna vegna málsins fyrri hluta árs 2012. Þar kom fram að engin ástæða væri til að vantreysta lögreglufulltrúanum. Karl Steinar var yfirmaður fulltrúans og náinn samstarfsmaður.
Yfirmenn Karls Steinars, Jón H.B. Snorrason og Friðrik Smári Björgvinsson, hafa ekki upplýst hvað þeir gerðu við greinargerðina sem þeim barst. Ljóst er að hún barst ekki á borð ríkissaksóknara.
Fyrir liggur fyrirspurn Vísis hjá Friðriki Smára og Jóni H.B. um hvað varð um greinargerðina.