Tilkynnt um lokadagskrá Sónar Reykjavík Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2016 17:30 Hátíðin er haldin í Hörpunni. vísir Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. febrúar. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE), Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq (DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki, Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters. Í dag var tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn og líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada – sem og hér á landi, en til þessa hefur meirihluti aðgöngumiða selst á erlendum vettvangi. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár. Sónar Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira
Eftir fjórar vikur hefst tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík í Hörpu. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin – en aldrei fyrr hafa jafn margir listamenn og hljómsveitir komið fram á hátíðinni og í ár. Alls stíga á stokk 75 hljómsveitir og listamenn á fimm sviðum yfir þá þrjá daga sem hátíðin fer fram 18.-20. febrúar. Meðal þeirra sem koma fram á Sónar Reykjavík 2016 eru; Hudson Mohawke (UK), Boys Noize (DE), Angel Haze (US) Squarepusher (UK), Holly Herndon (US), Ellen Allien (DE), Floating Points (UK) Oneothrix Point Never (US), Annie Mac (UK) Ben UFO (UK), Zebra Katz (US), Black Madonna (US), Rødhåd (DE), Recondite (DE), Mumdance (UK), Wife (UK), AV AV AV (DK), Lone (UK), Eloq (DK), Koreless (UK), Páll Óskar, Úlfur Úlfur, Apparat Organ Quartet, Kiasmos, Sturla Atlas, Bjarki, Reykajvíkurdætur, Vaginaboys og President Bongo & The Emotional Carpenters. Í dag var tilkynnt um síðustu nöfnin á dagskrá hátíðinnar, alls 11 listamenn og hljómsveitir. Í þeim flokki eru; Vök, Ruxpin, Futuregrapher, Kosmodod eða Þórður Kári úr Samaris, Tonik Ensamble sem fyrir skemmstu hlaut Kraumsverðlaun og Reykjavik-Grapevine Music Awards fyrir plötu sína Snapshots og Halleluwah hljómsveit Sölva Blöndal úr Quarashi. Tónlistarhátíðin Sónar Reykjavík fer fram í fjórða sinn og líkt og undanfarin ár mun hátíðin fara fram á fimm sviðum í Hörpu, m.a. í bílakjallara tónlistarhússins sem breytt verður í næturklúbb. Mikill áhugi er á hátíðinni á erlendum vettvangi enda vel verið látið af viðburðinum og sérkennum hans í erlendum fjölmiðlum allt frá því hún var fyrst haldin árið 2013. Aldrei fyrr hafa jafn margir miðar selst á hátíðina í Bandaríkjunum, Bretlandi, Þýskalandi og Kanada – sem og hér á landi, en til þessa hefur meirihluti aðgöngumiða selst á erlendum vettvangi. Uppselt hefur verið á Sónar Reykjavík síðustu tvö ár.
Sónar Tónlist Mest lesið Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Menning Jóhannes Haukur fer mikinn í Marvel stiklu Bíó og sjónvarp Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Seldist upp á einni mínútu Lífið Drengurinn skal heita Ezra Lífið Fleiri fréttir Ísland á fyrra undanúrslitakvöldi Eurovision Lét sig dreyma um Eurovision á Húsavík Björk mætir á stóra skjáinn Gítarleikari Whitesnake fallinn frá Upprunalegt handrit „Mr. Tambourine man“ seldist á 70 milljónir Heill hljóðheimur Hildar fer afturábak Frumsýning á Vísi: Ferðalag um næturhimininn með Kára Egils Troðfylltu Iðnó: „Þetta kom okkur alveg í opna skjöldu“ Bestu vinir sem fá að vinna við það sem þeir elska Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Segir Gunna hafa verið skipstjórann í brúnni Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Frumsýning á Vísi: Hálka lífsins með Nýdönsk Nýdönsk á toppnum 2024 Sjá meira